Hraðamyndavélin á Sæbraut gómað tæplega fimm þúsund á árinu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Aðalvarðstjóri segir hraðamyndavélar hafa tryggt lægri meðalhraða á þeim svæðum sem þeim hefur verið komið upp. Vísir/Vilhelm Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna. Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“ Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“
Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira