Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraness. Þar segir þó að starfsemi kunni að vera skert með einhverju móti á þeim stöðum þar sem starfsfólk eða börn eru í einangrun eða sóttkví. Þá verði kvöldstarf félagsmiðstöðvarinnar Arnardals lokað um sinn,
Foreldrar barna á Akranesi muni í dag fá nánari upplýsingar um hvernig starfseminni verður háttað næstu daga. Það er þó með þeim fyrirvara að staðan í sveitarfélaginu breytist ekki frá því sem hún er í dag.