Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:07 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. „Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira