Martin átti einkar góðan október mánuð og virðist ætla að halda því áfram. Hann var næst stigahæstur Valencia-manna en því miður kostaði slæm byrjun þá sigurinn í kvöld.
Gestirnir unnu fyrstu tvo leikhlutana og var það í raun ekki fyrr en í fjórða leikhlut sem heimamenn bitu frá sér.
Því miður var það of lítið of seint og gestirnir lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 89-90. Var þetta annað tap Valencia í þremur leikjum í B-riðli Evrópubikarsins. Alls eru 10 lið í riðlinum og Valencia hefur því nægan tíma til að snúa dæmin við.
Martin skoraði 15 stig í leiknum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.