Ég segi Já Maggi! Jón Ingi Gíslason skrifar 3. nóvember 2021 13:01 Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun