Ég segi Já Maggi! Jón Ingi Gíslason skrifar 3. nóvember 2021 13:01 Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar