„Það væri gaman að fá Njarðvík“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2021 22:05 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var glaður að vera kominn áfram í bikarkeppninni eftir sigur á KR á heimavelli í kvöld, 84-77. Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10