Bjarni Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2021 13:31 Bjarni Guðráðsson hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Ísmús Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi í Reykholtsdal og organisti, er látinn 86 ára að aldri eftir stutt veikindi. Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo. Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo.
Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent