Af nógu var að taka og mátti sjá meðal annars troðslu Kristófers Acox, samba-samspil Þórsara í Þorlákshöfn, Robbi Ryan skora með öfugri hendi og margt fleira.
Bestu tilþrif umferðarinnar átti þó Haiden Palmer í liði Hauka þegar hún keyrði í átt að körfu Grindvíkinga og fann svo liðsfélaga sinn undir körfunni með svokallaðri „no-look“ sendingu og eftirleikurinn var auðveldur.
Sjón er sögu ríkari, en tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.