Helgi Már: Einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir 29. október 2021 22:33 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR fékk Njarðvík í heimsókn að Meistraravellum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkur-liðið fór vel af stað en fljótlega tók KR yfirhöndina í leiknum, héldu forystunni til loka og lauk leiknum með 91-75 sigri KR. Hjalti Már Magnússon, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn. „Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira
„Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira
Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05