Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 16:50 Landamæraverðir Talibana á ferð í Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00
Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00