Körfubolti

Þjálfari Keflavíkur fékk einn á kjammann frá mótherja í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson sestur á bekkinn eftir höggið.
Jón Halldór Eðvaldsson sestur á bekkinn eftir höggið. Skjámynd/S2 Sport

Það getur verið slysahætta af því að stýra körfuboltaliði á hliðarlínunni og því fékk Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur að kynnast í vikunni.

Jón Halldór stýrði Keflavík til 21 stigs sigur á Breiðabliki, 80-59, en hans stelpur hafa nú unnið fjóra leiki í röð.

Jonni stóð líka af sér vænt högg á andlitið í leiknum eins og var sýnt í Subway-Körfuboltakvöldi í gær.

Hin bandaríska Chelsey Moriah Shumpert í liði Breiðabliks var í baráttu um lausan bolta og endaði inn í þjálfarboxinu hans Jonna. Hún gerði meira en það því hún sveiflaði óaðvitandi annarri hendi sinni og gaf þjálfara Keflavíkurliðsins um leið einn á kjammann.

Atvikið sem var alveg óvart vakti lukku hjá leikmönnum Keflavíkurliðsins á bekknum og sem betur fer varð Jonna ekki meint af þessu. Hann þurfti samt að fá sér sæti til að jafna sig aðeins.

Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan en Körfuboltakvöldsmenn leyfðu sér að skreyta það örlítið með þekktum hljóðum.

Klippa: Körfuboltakvöld: Fékk einn á kjammann



Fleiri fréttir

Sjá meira


×