Ekkert íþróttahús í Laugardal Björn Kristjánsson skrifar 29. október 2021 08:30 Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun