Ekkert íþróttahús í Laugardal Björn Kristjánsson skrifar 29. október 2021 08:30 Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar