Framkvæmdastjóri ÍR ákærður fyrir að draga sér fé og strauja kortið fyrir milljónir Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 10:25 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært Árna Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019. Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019.
Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira