Allur heimurinn öfundi Ísland Snorri Másson skrifar 25. október 2021 12:51 Andrea Blair er forseti Alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu í vikunni. Geothermal Institute/Vísir Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu. Andrea Blair, forseti alþjóðlega jarðhitasambandsins, bauð fólk velkomið á ráðstefnuna í Hörpu í morgun og vakti þar máls á því hve miklu máli smáríki skipta þegar kemur að nýsköpun á þessu sviði. „Sjálf er ég frá Nýja-Sjálandi. Þetta eru kannski lítil lönd en við erum, í þessum bransa, stór, hvetjandi og öflug,“ segir Blair í samtali við fréttastofu. Framlag Íslands sé þannig verulegt í þessum málaflokki. „Ísland er land sem aðrir líta upp til, þar er mikil nýsköpun og sömuleiðis er bransinn frár á fæti og ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum. Ísland er óumdeildur leiðtogi á þessu sviði,“ segir Blair, sem sjálf rekur frumkvöðlafyrirtækið UpFlow á Nýja-Sjálandi. Blair telur að jarðhiti muni skipta sköpum á komandi tímum einkum þegar við blasir orkuskortur víða um heim. „Ekki aðeins getum við með jarðhitanum útvegað áreiðanlegt rafmagn, heldur eru tækifærin svo ótalmörg. Íslendingar eru þar í fararbroddi eins og með milliliðalausri notkun ykkar á hitanum en einnig í fyrirtækjum eins og CarbFix. Starfið sem þar er unnið í kolefnisbindingu er eitthvað sem allur heimurinn öfundar,“ segir Blair. Umhverfismál Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20 Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02 Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Andrea Blair, forseti alþjóðlega jarðhitasambandsins, bauð fólk velkomið á ráðstefnuna í Hörpu í morgun og vakti þar máls á því hve miklu máli smáríki skipta þegar kemur að nýsköpun á þessu sviði. „Sjálf er ég frá Nýja-Sjálandi. Þetta eru kannski lítil lönd en við erum, í þessum bransa, stór, hvetjandi og öflug,“ segir Blair í samtali við fréttastofu. Framlag Íslands sé þannig verulegt í þessum málaflokki. „Ísland er land sem aðrir líta upp til, þar er mikil nýsköpun og sömuleiðis er bransinn frár á fæti og ávallt opinn fyrir nýjum hugmyndum. Ísland er óumdeildur leiðtogi á þessu sviði,“ segir Blair, sem sjálf rekur frumkvöðlafyrirtækið UpFlow á Nýja-Sjálandi. Blair telur að jarðhiti muni skipta sköpum á komandi tímum einkum þegar við blasir orkuskortur víða um heim. „Ekki aðeins getum við með jarðhitanum útvegað áreiðanlegt rafmagn, heldur eru tækifærin svo ótalmörg. Íslendingar eru þar í fararbroddi eins og með milliliðalausri notkun ykkar á hitanum en einnig í fyrirtækjum eins og CarbFix. Starfið sem þar er unnið í kolefnisbindingu er eitthvað sem allur heimurinn öfundar,“ segir Blair.
Umhverfismál Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20 Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02 Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24. október 2021 13:20
Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. 8. september 2021 20:02
Jarðhitaráðstefnunni í Hörpu frestað fram á næsta ár Ráðstefnan átti að fara fram í Hörpu dagana 27. apríl til 1. maí næstkomandi, þar sem búist var við þrjú þúsund gestum. 13. mars 2020 10:11