Eyþór segir hlut sinn í Mogganum verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 13:01 Eyþór Arnalds fyrir utan borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist engar beinagrindur hafa í skápum sínum. Hann keypti hlutabréf í fjölmiðlum Árvakurs fyrir fjórum árum síðan en hlutabréfin keypti hann af Samherja. Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30