Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2021 10:45 Sænskir fjölmiðlar segja morðið á Einári sé talið tengjast bæði hnífstungu fyrr í mánuðinum, þar sem Einár var handtekinn, og mannrán á Einár á síðasta ári. EPA Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07