Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2021 13:47 Ekkert húsnæði rúmar alla 370 nemendur Myllubakkaskóla og því útlit fyrir að þeir fari tímabundið annað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu. Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Víkurfréttir greindu frá því í morgun að mygla hefði fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík, elsta skóla Reykjanesbæjar og að lagfæringar hefðu ekki skilað árangri. Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að farið verði í heildstæðar athuganir. „Við höfum verið að vinna í samstarfi við sérfræðinga í talsverðan tíma. Það hafa verið gerðar sjö athuganir á vegum Mannvits, sem við höfum leitað til, og lagfæringar á milli en það er þannig komið að þær hafa ekki skilað fullnægjandi árangri,” segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Tengibygging skólans hefur verið innsigluð en að öðru leyti er allt annað húsnæði í notkun. Verið er að skoða hvort loka þurfi skólanum öllum. „Það er þegar farið af stað með það að skoða hvaða möguleikar eru í sveitarfélaginu okkar. Þar er verið að horfa til þess að sé hentugt húsnæði í nálægð við skólann og henti fyrir kennslu. Það eru þegar komnar nokkrar hugmyndir fram í þeim hópi en það á eftir að vinna það aðeins betur.” Það myndi hafa áhrif á alla 370, og 40 starfsmenn skólans. Helgi segir að ekkert húsnæði geti tekið á móti öllum þessum fjölda og því myndi kennsla fara fram á nokkrum stöðum. Nokkrir starfsmenn, meðal annars skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar og nokkrir nemendur fundið fyrir einkennum. Helgi segir viðbúið að framkvæmdir verði umfangsmiklar. „Auðvitað er búið að lagfæra ýmislegt alltaf á milli en þetta greinist víða um skólann þannig að við erum á þeim stað núna að við sjáum fyrir okkur að þetta gætu orðið umtalsverðar framkvæmdir.” Uppfært: Í fyrstu var sagt að nemendur yrðu fluttir í aðra skóla, en hið rétta er að ekki liggur fyrir hvort nemendur verði fluttir í aðra skóla eða hvort fundið verði nýtt húsnæði sem verði nýtt tímabundið undir kennslu.
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira