Framkvæmdum við nýja leikskólann með lerkiklæðningu og torf á þaki ljúki næsta haust Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2021 14:37 Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt eins og kostur er. Þá verður byggð ný tengibygging á milli þeirra. Leikskólinn verður hluti af Brákarborg og er gert ráð fyrir 120 nýjum leikskólaplássum. Reykjavíkurborg Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Kleppsveg 150-152, sem áður hýsti meðal annars arkitektastofu og kynlífstækjabúðina Adam & Evu, eru hafnar og er gert ráð fyrir að framkvæmdum við leikskólann ljúki fyrir næsta haust. Á vef Reykjavíkurborgar segir að ásýnd svæðisins muni gjörbreytast en til stendur að opna sex deilda leikskóla, með 120 leikskólaplássum, sem uppfylli allar nútímakröfur og verði prýði í hverfinu. Áður hafði verið greint frá því að leikskólinn yrði hluti af Brákarborg. Í minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs sem lagt var fyrir borgarráð í sumar kom fram að kaupverðið væri 625 milljónir króna og kostnaður við hönnun, eftirlit og breytingar á kjallara og lóð talinn vera um 600 milljónir. Eldri húsin nýtt eins og kostur er Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt „eins og kostur er“ og veðrur byggð ný tengibygging á milli þeirra. Fyrsti áfangi verður kláraður fyrir sumarið 2022, annar áfangi um sumarið og lokaáfanginn verður tilbúinn fyrir haustið. Reykjavíkurborg „Mannvirkin sem fyrir voru eru nýtt eins og hægt er og heldur andi húsanna sér að einhverju leyti. Heildstætt og náttúrulegt útlit einkennir byggingarnar. Klæðning úr lerki kemur utan á húsið sem virkar jafnframt eins og sólskermur til að minnka sólarálag á húsið. Torf verður á þakinu. Geymsluskúr á lóð verður klæddur með sama hætti. Hiti verður í gólfum. Innandyra eru lykilorðin ljósir litir og náttúruleg efni. Mikið verður um jarðtóna og náttúrulegan við, vel er hugað að hljóðvist en hljóðísog verður byggt inn í innréttingar. Lögð er áhersla á mjúka og stillanlega birtu. Reykjavíkurborg Hvað lóðina varðar er verið að gera eina heildstæða lóð úr því sem áður voru þrjár lóðir. Útgangspunkturinn er að reyna eftir fremsta megni að varðveita og halda í þau tré sem fyrir eru á svæðinu. Lóðin verður að sjálfsögðu afgirt eins og venja er með leikskólalóðir en eins og áður segir opin öllum utan starfstíma leikskólans. Nyrsti hlutinn er ekki síst hugsaður með hverfisgarðinn í huga en þar verður hóll, gróður og rólegt umhverfi með setbekkjum á meðan áherslan næst húsinu er á leiktæki,“ segir á vef borgarinnar. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26 Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Á vef Reykjavíkurborgar segir að ásýnd svæðisins muni gjörbreytast en til stendur að opna sex deilda leikskóla, með 120 leikskólaplássum, sem uppfylli allar nútímakröfur og verði prýði í hverfinu. Áður hafði verið greint frá því að leikskólinn yrði hluti af Brákarborg. Í minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs sem lagt var fyrir borgarráð í sumar kom fram að kaupverðið væri 625 milljónir króna og kostnaður við hönnun, eftirlit og breytingar á kjallara og lóð talinn vera um 600 milljónir. Eldri húsin nýtt eins og kostur er Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt „eins og kostur er“ og veðrur byggð ný tengibygging á milli þeirra. Fyrsti áfangi verður kláraður fyrir sumarið 2022, annar áfangi um sumarið og lokaáfanginn verður tilbúinn fyrir haustið. Reykjavíkurborg „Mannvirkin sem fyrir voru eru nýtt eins og hægt er og heldur andi húsanna sér að einhverju leyti. Heildstætt og náttúrulegt útlit einkennir byggingarnar. Klæðning úr lerki kemur utan á húsið sem virkar jafnframt eins og sólskermur til að minnka sólarálag á húsið. Torf verður á þakinu. Geymsluskúr á lóð verður klæddur með sama hætti. Hiti verður í gólfum. Innandyra eru lykilorðin ljósir litir og náttúruleg efni. Mikið verður um jarðtóna og náttúrulegan við, vel er hugað að hljóðvist en hljóðísog verður byggt inn í innréttingar. Lögð er áhersla á mjúka og stillanlega birtu. Reykjavíkurborg Hvað lóðina varðar er verið að gera eina heildstæða lóð úr því sem áður voru þrjár lóðir. Útgangspunkturinn er að reyna eftir fremsta megni að varðveita og halda í þau tré sem fyrir eru á svæðinu. Lóðin verður að sjálfsögðu afgirt eins og venja er með leikskólalóðir en eins og áður segir opin öllum utan starfstíma leikskólans. Nyrsti hlutinn er ekki síst hugsaður með hverfisgarðinn í huga en þar verður hóll, gróður og rólegt umhverfi með setbekkjum á meðan áherslan næst húsinu er á leiktæki,“ segir á vef borgarinnar.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26 Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00
Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26
Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48