Krefjast milljarða í lausnargjald fyrir bandarísku trúboðana Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 13:37 Hörð mótmæli brutust út á Haítí í gær í kjölfar mannránana þar um helgina. Mótmælendur eru ósáttir við að búa við slíkt öryggisleysi. AP/Joseph Odelyn Glæpagengi sem rændi sautján bandarískum trúboðum á Haítí um helgina krefst milljónar dollara í lausnargjald fyrir hvern og einn þeirra, samtals jafnvirði tæplega 2,2 milljarða íslenskra króna. Dómsmálaráðherra Haítí greindi frá kröfu glæpagengisins 400 Mazowo í dag. Gengið er alræmt fyrir mannrán og að krefjast lausnargjalds fyrir gísla. Gengið rændi hópi kaþólskra presta í apríl. Þeim var sleppt á endanum en ekki er ljóst hvort að lausnargjald var greitt fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Sextán trúboðanna eru bandarískir ríkisborgarar en einn er kanadískur. Í hópnum eru fimm karlar, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er sagt tveggja ára gamalt. Fólkið er á vegum kristilegra hjálparsamtaka frá Ohio í Bandaríkjunum sem veitir börnum á Haítí húsaskjól, mat og föt. Fólkinu var rænt þegar það kom úr heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier, austur af höfuðborginni Port-au-Prince, á laugardag. Gengið ræður því sem það vill ráða á þeim slóðum. Hvíta húsið sagði í gær að utanríkisráðuneytið og alríkislögreglan ynnu með yfirvöldum á Haítí að lausn málsins. Glundroði hefur ríkt á Haítí undanfarin misseri. Forseti landsins var ráðinn af dögum í sumar og fleiri en 2.200 manns fórust í stórum jarðskjálfta í ágúst. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Dómsmálaráðherra Haítí greindi frá kröfu glæpagengisins 400 Mazowo í dag. Gengið er alræmt fyrir mannrán og að krefjast lausnargjalds fyrir gísla. Gengið rændi hópi kaþólskra presta í apríl. Þeim var sleppt á endanum en ekki er ljóst hvort að lausnargjald var greitt fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Sextán trúboðanna eru bandarískir ríkisborgarar en einn er kanadískur. Í hópnum eru fimm karlar, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er sagt tveggja ára gamalt. Fólkið er á vegum kristilegra hjálparsamtaka frá Ohio í Bandaríkjunum sem veitir börnum á Haítí húsaskjól, mat og föt. Fólkinu var rænt þegar það kom úr heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier, austur af höfuðborginni Port-au-Prince, á laugardag. Gengið ræður því sem það vill ráða á þeim slóðum. Hvíta húsið sagði í gær að utanríkisráðuneytið og alríkislögreglan ynnu með yfirvöldum á Haítí að lausn málsins. Glundroði hefur ríkt á Haítí undanfarin misseri. Forseti landsins var ráðinn af dögum í sumar og fleiri en 2.200 manns fórust í stórum jarðskjálfta í ágúst.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38