Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 18. október 2021 13:00 Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. Skýrsluhöfundar tóku fram að þetta væri eflaust vanmat á raunfjöldanum þar sem mælingin nær bara til þeirra sem hafa leitað til þjónustuúrræða, sem konur eru ólíklegri til að gera. Samt sem áður hefur fjöldi kvenna sem leitar til Konukots nánast þrefaldast frá opnun og fjöldi gistinátta þeirra nánast fjórfaldast. Það vantar því ekki eftirspurnina eftir þjónustu. 40 pláss fyrir karla en 12 fyrir konur Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í málaflokkum á meðal sveitarfélaganna höfuðborgarsvæðisins. Borgin rekur tvö gistiskýli fyrir karlmenn með samtals 40 plássum en Rótin rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þar eru 12 pláss og líkt og hjá körlunum er neyðarskýlinu lokað yfir daginn. Það hallar því samt sem áður á konur þegar kemur að fjölda plássa í neyðarskýlum af þessum toga. Vissulega eru önnur úrræði til, ýmist sjálfstætt rekin eða á vegum sveitarfélaganna, sem standa til boða einstaklingum sem eru annað hvort í ótryggu húsnæði eða húsnæðislausir, en þau eiga það flest sameiginlegt að setja fótinn fyrir það að viðkomandi sé í virkri fíkn eða vera einskonar framhalds úrræði. Flest eru til dæmis geðkjarnar eða áfangaheimili fyrir fólk í endurhæfingu eftir meðferð. Það er því sár skortur á úrræðum sem kemur heimilislausu fólki með flóknari þjónustuþarfir af götunni og í öruggt skjól. Húsnæði sem er heilandi Í fyrra vor gerði félagsmálaráðuneytið samning við Reykjavíkurborg um tímabundið neyðarhúsnæði fyrir viðkvæma hópa eins og þessa vegna Covid19. Tvenns konar neyðarhúsnæði var sett á laggirnar á grundvelli samningsins og annað þeirra var neyðarhúsnæði í Skipholti fyrir heimilislausar konur með fjölþættan vanda. Þar var gistiheimili sem borgin tók á leigu, en fyrir vikið hafði úrræðið þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting þar sem konur höfðu líka sitt eigið baðherbergi. Þær gátu því læst og verið öruggar um að eigur sínar ásamt því að geta baðað sig í einrúmi. Það var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær höguðu deginum sínum en ella. Fyrirkomulagið í Skipholti féll því mjög vel að Húsnæði fyrst (Housing first) aðferðafræðinni. Kennisetning þeirrar aðferðarfræði er sú að öruggt þak yfir höfuðið séu grundvallarmannréttindi og aðeins þegar þessari grunnþörf sé mætt, geti einstaklingurinn ráðið við aðrar áskoranir. Heimili er því forsenda fyrir árangri vímuefnameðferðar eða meðferðar við geðrænum vanda. Þessi aðferðarfræði er ekki úr lausu lofti gripin því öruggt húsnæði hefur mælst áhrifaþáttur í bættri líkamlegri og andlegri heilsu heimilislausra. Almennt mælist heilsa heimilislausra mun verri en í almennu þýði. Þar af hallar aftur sérstaklega á heimilislausar konur en heilsa þeirra mælist enn verri en heimilislausra karla, auk þess sem konur eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi ofan á annað líkamlegt ofbeldi. Aðsókn í úrræðið í Skipholti var mikil og það var upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist konunum mun betur en hefðbundin neyðarskýli þá sér í lagi við að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búsetu, þjónustuþegarnir sjálfir væru ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Upplifun starfsfólksins rímar við niðurstöður erlendra rannsókna meðal heimilislausra en þær hafa sýnt að jákvæð upplifun viðkomandi af valdeflingu og gæði húsnæðis og er áhrifaþáttur í betri andlegri heilsu. Það er því algjör synd að halda ekki áfram með þjónustuúrræði sem gefur jafn góða raun og þetta. Mætum þörfinni Þriðjudaginn næsta þann 19. október leggjum við Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn fram tillögu mína um að opna nýtt neyðarathvarf fyrir konur í anda þess sem var í Skipholti. Þetta er ekki bara bráðnauðsynleg tillaga heldur virkilega tímabær og enn fremur ætti hún að vera þverpólitísk. Ég vil því nota tækifærið og biðja þig kæri lesandi um að ýta á þá borgarfulltrúa sem þú gætir þekkt í öðrum flokkum í von um að tillagan fáist samþykkt af meirihlutanum í borgarstjórn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Félagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. Skýrsluhöfundar tóku fram að þetta væri eflaust vanmat á raunfjöldanum þar sem mælingin nær bara til þeirra sem hafa leitað til þjónustuúrræða, sem konur eru ólíklegri til að gera. Samt sem áður hefur fjöldi kvenna sem leitar til Konukots nánast þrefaldast frá opnun og fjöldi gistinátta þeirra nánast fjórfaldast. Það vantar því ekki eftirspurnina eftir þjónustu. 40 pláss fyrir karla en 12 fyrir konur Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í málaflokkum á meðal sveitarfélaganna höfuðborgarsvæðisins. Borgin rekur tvö gistiskýli fyrir karlmenn með samtals 40 plássum en Rótin rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þar eru 12 pláss og líkt og hjá körlunum er neyðarskýlinu lokað yfir daginn. Það hallar því samt sem áður á konur þegar kemur að fjölda plássa í neyðarskýlum af þessum toga. Vissulega eru önnur úrræði til, ýmist sjálfstætt rekin eða á vegum sveitarfélaganna, sem standa til boða einstaklingum sem eru annað hvort í ótryggu húsnæði eða húsnæðislausir, en þau eiga það flest sameiginlegt að setja fótinn fyrir það að viðkomandi sé í virkri fíkn eða vera einskonar framhalds úrræði. Flest eru til dæmis geðkjarnar eða áfangaheimili fyrir fólk í endurhæfingu eftir meðferð. Það er því sár skortur á úrræðum sem kemur heimilislausu fólki með flóknari þjónustuþarfir af götunni og í öruggt skjól. Húsnæði sem er heilandi Í fyrra vor gerði félagsmálaráðuneytið samning við Reykjavíkurborg um tímabundið neyðarhúsnæði fyrir viðkvæma hópa eins og þessa vegna Covid19. Tvenns konar neyðarhúsnæði var sett á laggirnar á grundvelli samningsins og annað þeirra var neyðarhúsnæði í Skipholti fyrir heimilislausar konur með fjölþættan vanda. Þar var gistiheimili sem borgin tók á leigu, en fyrir vikið hafði úrræðið þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting þar sem konur höfðu líka sitt eigið baðherbergi. Þær gátu því læst og verið öruggar um að eigur sínar ásamt því að geta baðað sig í einrúmi. Það var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær höguðu deginum sínum en ella. Fyrirkomulagið í Skipholti féll því mjög vel að Húsnæði fyrst (Housing first) aðferðafræðinni. Kennisetning þeirrar aðferðarfræði er sú að öruggt þak yfir höfuðið séu grundvallarmannréttindi og aðeins þegar þessari grunnþörf sé mætt, geti einstaklingurinn ráðið við aðrar áskoranir. Heimili er því forsenda fyrir árangri vímuefnameðferðar eða meðferðar við geðrænum vanda. Þessi aðferðarfræði er ekki úr lausu lofti gripin því öruggt húsnæði hefur mælst áhrifaþáttur í bættri líkamlegri og andlegri heilsu heimilislausra. Almennt mælist heilsa heimilislausra mun verri en í almennu þýði. Þar af hallar aftur sérstaklega á heimilislausar konur en heilsa þeirra mælist enn verri en heimilislausra karla, auk þess sem konur eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi ofan á annað líkamlegt ofbeldi. Aðsókn í úrræðið í Skipholti var mikil og það var upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist konunum mun betur en hefðbundin neyðarskýli þá sér í lagi við að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búsetu, þjónustuþegarnir sjálfir væru ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Upplifun starfsfólksins rímar við niðurstöður erlendra rannsókna meðal heimilislausra en þær hafa sýnt að jákvæð upplifun viðkomandi af valdeflingu og gæði húsnæðis og er áhrifaþáttur í betri andlegri heilsu. Það er því algjör synd að halda ekki áfram með þjónustuúrræði sem gefur jafn góða raun og þetta. Mætum þörfinni Þriðjudaginn næsta þann 19. október leggjum við Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn fram tillögu mína um að opna nýtt neyðarathvarf fyrir konur í anda þess sem var í Skipholti. Þetta er ekki bara bráðnauðsynleg tillaga heldur virkilega tímabær og enn fremur ætti hún að vera þverpólitísk. Ég vil því nota tækifærið og biðja þig kæri lesandi um að ýta á þá borgarfulltrúa sem þú gætir þekkt í öðrum flokkum í von um að tillagan fáist samþykkt af meirihlutanum í borgarstjórn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun