Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að tillaga Sjálfstæðismanna gangi út á byggingu 2.000 íbúða á Keldum og á Keldnaholti, 500 í Úlfarsárdal og 500 á BSÍ-reit. Ragnar Þór og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eru báðir fylgjandi tillögunum en segja þær ekki ganga nógu langt.
„Ég skil þetta ekki. Ég bara skil ekki af hverju við erum í þessari stöðu í Reykjavíkurborg að það sé ekki hægt að víkja frá þéttingarstefnunni til þess að mæta neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Þegar pólitíkin þvælist svona fyrir þá er ég viss um að kjósendur muni segja skoðun sína á því,“ segir Ragnar Þór.
Sigurður segir meirihlutann í borginni ekki átta sig á vandamálinu.
„Stóra myndin er þessi: Það þarf fleiri íbúðir en núverandi meirihluti er ekki með ráðgerðir um að þær verði til í Reykjavík.“
Sveitastjórnarkosningar fara fram á næsta ári.