Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 14:00 Sölvi Geir Ottesen spilar sinn síðasta leik á morgun þegar Víkingur tekur á móti ÍA á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu spilað sinn síðasta leik á ferlinum í bikarúrslitaleiknum. Það er því í boði að hætta á toppnum og með sögulegum árangri hjá sínu uppeldisfélagi. „Það er hundrað prósent að þetta verður síðasti leikurinn minn því ég á max eftir einn leik í skrokknum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Þetta er mjög skemmtilegur og áhugaverður leikur. Ég er alveg viss um það að Skagamenn koma alveg dýrvitlausir inn í þennan leik og ætla sér mikið. Við verðum að mæta þeim,“ sagði Sölvi. „Við erum líka hungraðir í að vinnan þennan titil og vinna tvennuna í ár. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Sölvi. „Sagan hefur sýnt það að það er mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum svo sannarlega í dauðafæri núna. Við ætlum að reyna að sjá til þess að við vinnum tvöfalt í ár,“ sagði Sölvi. Hann er sá síðasti sem lyfti bikarnum því Víkingar unnu bikarmeistaratitilinn 2019. Það var ekki keppt um hann í fyrra vegna kórónuveirunnar. Sölvi minnist leiksins á móti FH 2019. „Þetta eru rosalega góðar minningar að vinna þessa titla og frábær upplifun fyrir hópinn, félagið og allt saman. Við vitum við hverju má búast ef við vinnum og viljum svo sannarlega fá þær tilfinningar aftur,“ sagði Sölvi. „Þetta er búið að spilast svolítið ótrúlega að maður eigi möguleika að vinna tvöfalt í síðasta leiknum á ferlinum og ég viðurkenni það að ég var ekki alveg búinn að sjá þetta svona,“ sagði Sölvi. Það má horfa á allt viðtal Gaupa við Sölva hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Sölva Geir fyrir bikarúrslitaleik Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu spilað sinn síðasta leik á ferlinum í bikarúrslitaleiknum. Það er því í boði að hætta á toppnum og með sögulegum árangri hjá sínu uppeldisfélagi. „Það er hundrað prósent að þetta verður síðasti leikurinn minn því ég á max eftir einn leik í skrokknum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Þetta er mjög skemmtilegur og áhugaverður leikur. Ég er alveg viss um það að Skagamenn koma alveg dýrvitlausir inn í þennan leik og ætla sér mikið. Við verðum að mæta þeim,“ sagði Sölvi. „Við erum líka hungraðir í að vinnan þennan titil og vinna tvennuna í ár. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Sölvi. „Sagan hefur sýnt það að það er mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum svo sannarlega í dauðafæri núna. Við ætlum að reyna að sjá til þess að við vinnum tvöfalt í ár,“ sagði Sölvi. Hann er sá síðasti sem lyfti bikarnum því Víkingar unnu bikarmeistaratitilinn 2019. Það var ekki keppt um hann í fyrra vegna kórónuveirunnar. Sölvi minnist leiksins á móti FH 2019. „Þetta eru rosalega góðar minningar að vinna þessa titla og frábær upplifun fyrir hópinn, félagið og allt saman. Við vitum við hverju má búast ef við vinnum og viljum svo sannarlega fá þær tilfinningar aftur,“ sagði Sölvi. „Þetta er búið að spilast svolítið ótrúlega að maður eigi möguleika að vinna tvöfalt í síðasta leiknum á ferlinum og ég viðurkenni það að ég var ekki alveg búinn að sjá þetta svona,“ sagði Sölvi. Það má horfa á allt viðtal Gaupa við Sölva hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Sölva Geir fyrir bikarúrslitaleik
Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira