„Þetta er skandall og meiriháttar skipulagslegt stórslys“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 14:20 Ársæll Guðmundsson skólameistari í Borgarholtsskóla segir borgaryfirvöld ekki hafa svarað óskum hans um fund vegna málsins. Vísir/Egill Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur sent menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra athugasemd vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Bogarholtsskóla í Grafarvogi. Skólameistari Borgarholtsskóla tekur undir athugasemdirnar og segir borgarstjóra ekki hafa svarað beiðnum sínum um fund vegna málsins í meira en tvö ár. „Það er enginn búinn að svara ákalli mínu um að þetta samtal geti átt sér stað. Þess í stað er búið að ákveða að setja niður risa steinkumbalda, margra hæða, óafturkræft í þennan miðbæ, þennan kjarna Grafarvogs,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, í samtali við fréttastofu. „Þetta er skandall og meiriháttar skipulagslegt stórslys ef þetta gengur eftir.“ Í athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs, sem send var á ráðherra, segir að nauðsynlegt sé að pláss sé á lóðinni fyrir Borgarholtsskóla til að stækka og dafna. Eftirspurn í iðn- og tækninám hafi aukist gríðarlega á undanförnu árum og hafi margir nýnemar síðasta hausts sagt skilið við skólann vegna plássleysis. Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. Aðsend „Ef heildrænt er litið á málið þá er það mun hagkvæmara að stækka skólann á lóðinni í stað þess að byggja nýjan skóla frá grunni á öðrum stað þar sem allir innviðir eru til staðar í Borgarholtsskóla,“ segir í athugasemdinni sem send var á ráðherrana tvo. Elísabet Gísladóttir, formaður stjórnar Íbúasamtakanna, segir í samtali við fréttastofu að þegar liggi fyrir að stækka þurfi skólann. „Nú þegar við fáum að heyra það að þarna eigi að setja niður hjúkrunarheimili þá liggur fyrir að skólinn þurfi að stækka af því að nú blasir við að það eru margir sem vilja komast í skólann en fá ekki vegna plássleysis og það er margt í þróun við skólann sem kallar á stækkun,“ segir Elísabet. Ekki á móti nýju hjúkrunarheimili en annar staður væri betri Bent er á í athugasemdinni að með þéttingu byggðar í Grafarvogi muni eftirsókn í skólann að öllum líkindum aukast. „Eins er mikilvægt að benda á að þétting byggðar í/og allt í kring um Grafarvog mun snarauka eftirspurn eftir skólaplássum á svæðinu. Þar sem bíllaus lífstíll virðist samofinn því hverfaskipulagi má gera ráð fyrir að nálægð skóla og almenningssamgöngur ráði miklu í vali á skóla. Það er því líklegra en ekki að Borgarholtsskóli bæði stækki og eflist.“ Að mati Íbúasamtakanna séu ýmsar aðrar staðsetningar heppilegri fyrir hjúkrunarheimilið nýja, sérstaklega þar sem gera þurfi ráð fyrir skjólgóðum görðum við heimilið og nægum bílastæðum fyrir starfsfólk, maka og aðstandendur íbúa. „Við viljum benda t.d. á lóðarkosti fyrir hjúkrunarheimili, stækkunarmöguleika við Eir, í suðurhlíðum Húsahverfis, Keldnaholti eða í Sóltúni þar sem lóðin stendur tilbúin til byggingar strax, þar sem búið er að teikna og fá deiliskipulag samþykkt. Þar væri hægt að hefja byggingu nú þegar,“ segir í athugasemd Íbúasamtakanna. Elísabet segir samtökin þó ekki á móti því að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt. „Við erum ekki á móti því að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt, alls ekki. Það þarf bara að velja betri staðsetningu.“ Hafi engin svör fengið við athugasemdum sínum Eins og Ársæll hafi Íbúasamtökin ekki fengið svör frá borgaryfirvöldum eða ráðherrum við athugasemdum sínum. „Nei, ekki neitt. Þetta á að samþykkja á þriðjudaginn í skipulagsráði. Það er búið að gera drög að skipulagi inni í borgarráði þannig að það er ekki verið að hlusta á einn né neinn.“ Ársæll segir Borgarholtsskóla sárvanta lóðina fyrir frekari uppbyggingu. „Undanfarin ár hef ég verið að óska eftir viðræðum við Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið. Við gerðum ráð fyrir uppbyggingu skólans á þessum reit sem okkur sárvantar til að byggja yfir allt starfsnám og listnám,“ segir Ársæll. „Þrátt fyrir að ég hafi ítrekað óskað eftir viðræðum við borgina í meira en tvö ár hefur mér ekki verið svarað, sem er mjög skrítið, að vilja ekki eiga fund með skólameistara eins stærsta starfsnámsskóla landsins um uppbyggingu en það endar með því í maí að þá les maður að borgarstjóri er búinn að heimila uppbyggingu hjúkrunarheimili á reit sem var ætlaður uppbyggingu skólans. Ég geri verulegar athugasemdir við þetta vinnulag og að þetta sé gert með þessum hætti án samráðs.“ Hér að neðan má lesa athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs í heild sinni. Athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs við breytingum á lóð Borgarholtsskóla (reit 93). Athugasemdin var send á: skipulag@reykjavik.is 6.september 2021 ( fyrir kærufrest) Af gefnu tilefni sendum við þessa athugasemd íbúasamtaka Grafaravogs til menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem mikilvægt er að ráðherrar séu upplýstir um hug íbúa í Grafarvogi að: Besta staðsetning hjúkrunarheimilis er ekki á lóð framhaldsskóla. Mikil þörf er að stækka Borgarholtsskóla. Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs vill gera athugasemdir við breytingar á skipulagi á lóð Borgarholtsskóla í Grafarvogi (reit 93). Þessi lóð var í upphafi hugsuð fyrir skólastarf í Borgarholtsskóla þó svo að forsendur hafi breyst þá er enn mikil þörf fyrir lóðina til að stækka skólann og mæta kröfum samfélagsins. Á seinustu árum hefur eftirspurn aukist í iðn- og tækninám. Auk þess er komin krafa um að gera bíliðngreinum hærra undir höfði í iðnnámi til að mæta þeim tæknilegum kröfum í viðhaldi á rafmagns og tvin bílum. Einnig viljum við benda á að á síðasta hausti þurftu margir nýnemar frá að hverfa sökum plássleysis í skólanum. Ef heildrænt er litið á málið þá er það mun hagkvæmara að stækka skólann á lóðinni í stað þess að byggja nýjan skóla frá grunni á öðrum stað þar sem allir innviðir eru til staðar í Borgarholtsskóla. Eins er mikilvægt að benda á að þétting byggðar í/og allt í kringum Grafarvog mun snarauka eftirspurn eftir skólaplássum á svæðinu. Þar sem bíllaus lífsstíll virðist samofinn því hverfaskipulagi má gera ráð fyrir að nálægð skóla og almenningssamgöngur ráði miklu í vali á skóla. Það er því líklegra en ekki að Borgarholtsskóli bæði stækki og eflist. Mikilvægt er að ígrunda heildarmyndina þegar byggja á hjúkrunarheimili. Þar sem huga þarf að skjólgóðum görðum sem hafa meðferðalegt gildi, nægum bílastæðum fyrir starfsfólk, maka og aðstandendur íbúa en síðast en ekki síst þarf að huga að staðsetningu. Við viljum benda á að okkar mati eru fjölmargir staðir sem eru mun vænlegri fyrir staðsetningu hjúkrunarheimilis en á lóð Borgarholtsskóla sem mun þá takmarka stækkunarmöguleika skólans og þróun. Við viljum benda t.d. á lóðarkosti fyrir hjúkrunarheimili, stækkunarmöguleika við Eir, í suðurhlíðum Húsahverfis, Keldnaholti eða í Sóltúni þar sem lóðin stendur tilbúin til byggingar strax, þar sem búið er að teikna og fá deiliskipulag samþykkt. Þar væri hægt að hefja byggingu nú þegar. Við teljum óásættanlegt að stefna þessum mikilvægu stofnunum hvorri gegn annarri en teljum að fólk hafi ekki ígrundað heildarmyndina nægilega áður en ráðist var í auglýsa þessa hugmynd. En það má leiðrétta það á einfaldan hátt. Reykjavík 6. September 2021 F.h.Stjórnar Íbúasamtaka Grafarvogs Elísabet Gísladóttir formaður Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Skipulag Hjúkrunarheimili Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það er enginn búinn að svara ákalli mínu um að þetta samtal geti átt sér stað. Þess í stað er búið að ákveða að setja niður risa steinkumbalda, margra hæða, óafturkræft í þennan miðbæ, þennan kjarna Grafarvogs,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, í samtali við fréttastofu. „Þetta er skandall og meiriháttar skipulagslegt stórslys ef þetta gengur eftir.“ Í athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs, sem send var á ráðherra, segir að nauðsynlegt sé að pláss sé á lóðinni fyrir Borgarholtsskóla til að stækka og dafna. Eftirspurn í iðn- og tækninám hafi aukist gríðarlega á undanförnu árum og hafi margir nýnemar síðasta hausts sagt skilið við skólann vegna plássleysis. Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. Aðsend „Ef heildrænt er litið á málið þá er það mun hagkvæmara að stækka skólann á lóðinni í stað þess að byggja nýjan skóla frá grunni á öðrum stað þar sem allir innviðir eru til staðar í Borgarholtsskóla,“ segir í athugasemdinni sem send var á ráðherrana tvo. Elísabet Gísladóttir, formaður stjórnar Íbúasamtakanna, segir í samtali við fréttastofu að þegar liggi fyrir að stækka þurfi skólann. „Nú þegar við fáum að heyra það að þarna eigi að setja niður hjúkrunarheimili þá liggur fyrir að skólinn þurfi að stækka af því að nú blasir við að það eru margir sem vilja komast í skólann en fá ekki vegna plássleysis og það er margt í þróun við skólann sem kallar á stækkun,“ segir Elísabet. Ekki á móti nýju hjúkrunarheimili en annar staður væri betri Bent er á í athugasemdinni að með þéttingu byggðar í Grafarvogi muni eftirsókn í skólann að öllum líkindum aukast. „Eins er mikilvægt að benda á að þétting byggðar í/og allt í kring um Grafarvog mun snarauka eftirspurn eftir skólaplássum á svæðinu. Þar sem bíllaus lífstíll virðist samofinn því hverfaskipulagi má gera ráð fyrir að nálægð skóla og almenningssamgöngur ráði miklu í vali á skóla. Það er því líklegra en ekki að Borgarholtsskóli bæði stækki og eflist.“ Að mati Íbúasamtakanna séu ýmsar aðrar staðsetningar heppilegri fyrir hjúkrunarheimilið nýja, sérstaklega þar sem gera þurfi ráð fyrir skjólgóðum görðum við heimilið og nægum bílastæðum fyrir starfsfólk, maka og aðstandendur íbúa. „Við viljum benda t.d. á lóðarkosti fyrir hjúkrunarheimili, stækkunarmöguleika við Eir, í suðurhlíðum Húsahverfis, Keldnaholti eða í Sóltúni þar sem lóðin stendur tilbúin til byggingar strax, þar sem búið er að teikna og fá deiliskipulag samþykkt. Þar væri hægt að hefja byggingu nú þegar,“ segir í athugasemd Íbúasamtakanna. Elísabet segir samtökin þó ekki á móti því að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt. „Við erum ekki á móti því að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt, alls ekki. Það þarf bara að velja betri staðsetningu.“ Hafi engin svör fengið við athugasemdum sínum Eins og Ársæll hafi Íbúasamtökin ekki fengið svör frá borgaryfirvöldum eða ráðherrum við athugasemdum sínum. „Nei, ekki neitt. Þetta á að samþykkja á þriðjudaginn í skipulagsráði. Það er búið að gera drög að skipulagi inni í borgarráði þannig að það er ekki verið að hlusta á einn né neinn.“ Ársæll segir Borgarholtsskóla sárvanta lóðina fyrir frekari uppbyggingu. „Undanfarin ár hef ég verið að óska eftir viðræðum við Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið. Við gerðum ráð fyrir uppbyggingu skólans á þessum reit sem okkur sárvantar til að byggja yfir allt starfsnám og listnám,“ segir Ársæll. „Þrátt fyrir að ég hafi ítrekað óskað eftir viðræðum við borgina í meira en tvö ár hefur mér ekki verið svarað, sem er mjög skrítið, að vilja ekki eiga fund með skólameistara eins stærsta starfsnámsskóla landsins um uppbyggingu en það endar með því í maí að þá les maður að borgarstjóri er búinn að heimila uppbyggingu hjúkrunarheimili á reit sem var ætlaður uppbyggingu skólans. Ég geri verulegar athugasemdir við þetta vinnulag og að þetta sé gert með þessum hætti án samráðs.“ Hér að neðan má lesa athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs í heild sinni. Athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs við breytingum á lóð Borgarholtsskóla (reit 93). Athugasemdin var send á: skipulag@reykjavik.is 6.september 2021 ( fyrir kærufrest) Af gefnu tilefni sendum við þessa athugasemd íbúasamtaka Grafaravogs til menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem mikilvægt er að ráðherrar séu upplýstir um hug íbúa í Grafarvogi að: Besta staðsetning hjúkrunarheimilis er ekki á lóð framhaldsskóla. Mikil þörf er að stækka Borgarholtsskóla. Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs vill gera athugasemdir við breytingar á skipulagi á lóð Borgarholtsskóla í Grafarvogi (reit 93). Þessi lóð var í upphafi hugsuð fyrir skólastarf í Borgarholtsskóla þó svo að forsendur hafi breyst þá er enn mikil þörf fyrir lóðina til að stækka skólann og mæta kröfum samfélagsins. Á seinustu árum hefur eftirspurn aukist í iðn- og tækninám. Auk þess er komin krafa um að gera bíliðngreinum hærra undir höfði í iðnnámi til að mæta þeim tæknilegum kröfum í viðhaldi á rafmagns og tvin bílum. Einnig viljum við benda á að á síðasta hausti þurftu margir nýnemar frá að hverfa sökum plássleysis í skólanum. Ef heildrænt er litið á málið þá er það mun hagkvæmara að stækka skólann á lóðinni í stað þess að byggja nýjan skóla frá grunni á öðrum stað þar sem allir innviðir eru til staðar í Borgarholtsskóla. Eins er mikilvægt að benda á að þétting byggðar í/og allt í kringum Grafarvog mun snarauka eftirspurn eftir skólaplássum á svæðinu. Þar sem bíllaus lífsstíll virðist samofinn því hverfaskipulagi má gera ráð fyrir að nálægð skóla og almenningssamgöngur ráði miklu í vali á skóla. Það er því líklegra en ekki að Borgarholtsskóli bæði stækki og eflist. Mikilvægt er að ígrunda heildarmyndina þegar byggja á hjúkrunarheimili. Þar sem huga þarf að skjólgóðum görðum sem hafa meðferðalegt gildi, nægum bílastæðum fyrir starfsfólk, maka og aðstandendur íbúa en síðast en ekki síst þarf að huga að staðsetningu. Við viljum benda á að okkar mati eru fjölmargir staðir sem eru mun vænlegri fyrir staðsetningu hjúkrunarheimilis en á lóð Borgarholtsskóla sem mun þá takmarka stækkunarmöguleika skólans og þróun. Við viljum benda t.d. á lóðarkosti fyrir hjúkrunarheimili, stækkunarmöguleika við Eir, í suðurhlíðum Húsahverfis, Keldnaholti eða í Sóltúni þar sem lóðin stendur tilbúin til byggingar strax, þar sem búið er að teikna og fá deiliskipulag samþykkt. Þar væri hægt að hefja byggingu nú þegar. Við teljum óásættanlegt að stefna þessum mikilvægu stofnunum hvorri gegn annarri en teljum að fólk hafi ekki ígrundað heildarmyndina nægilega áður en ráðist var í auglýsa þessa hugmynd. En það má leiðrétta það á einfaldan hátt. Reykjavík 6. September 2021 F.h.Stjórnar Íbúasamtaka Grafarvogs Elísabet Gísladóttir formaður
Athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs við breytingum á lóð Borgarholtsskóla (reit 93). Athugasemdin var send á: skipulag@reykjavik.is 6.september 2021 ( fyrir kærufrest) Af gefnu tilefni sendum við þessa athugasemd íbúasamtaka Grafaravogs til menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem mikilvægt er að ráðherrar séu upplýstir um hug íbúa í Grafarvogi að: Besta staðsetning hjúkrunarheimilis er ekki á lóð framhaldsskóla. Mikil þörf er að stækka Borgarholtsskóla. Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs vill gera athugasemdir við breytingar á skipulagi á lóð Borgarholtsskóla í Grafarvogi (reit 93). Þessi lóð var í upphafi hugsuð fyrir skólastarf í Borgarholtsskóla þó svo að forsendur hafi breyst þá er enn mikil þörf fyrir lóðina til að stækka skólann og mæta kröfum samfélagsins. Á seinustu árum hefur eftirspurn aukist í iðn- og tækninám. Auk þess er komin krafa um að gera bíliðngreinum hærra undir höfði í iðnnámi til að mæta þeim tæknilegum kröfum í viðhaldi á rafmagns og tvin bílum. Einnig viljum við benda á að á síðasta hausti þurftu margir nýnemar frá að hverfa sökum plássleysis í skólanum. Ef heildrænt er litið á málið þá er það mun hagkvæmara að stækka skólann á lóðinni í stað þess að byggja nýjan skóla frá grunni á öðrum stað þar sem allir innviðir eru til staðar í Borgarholtsskóla. Eins er mikilvægt að benda á að þétting byggðar í/og allt í kringum Grafarvog mun snarauka eftirspurn eftir skólaplássum á svæðinu. Þar sem bíllaus lífsstíll virðist samofinn því hverfaskipulagi má gera ráð fyrir að nálægð skóla og almenningssamgöngur ráði miklu í vali á skóla. Það er því líklegra en ekki að Borgarholtsskóli bæði stækki og eflist. Mikilvægt er að ígrunda heildarmyndina þegar byggja á hjúkrunarheimili. Þar sem huga þarf að skjólgóðum görðum sem hafa meðferðalegt gildi, nægum bílastæðum fyrir starfsfólk, maka og aðstandendur íbúa en síðast en ekki síst þarf að huga að staðsetningu. Við viljum benda á að okkar mati eru fjölmargir staðir sem eru mun vænlegri fyrir staðsetningu hjúkrunarheimilis en á lóð Borgarholtsskóla sem mun þá takmarka stækkunarmöguleika skólans og þróun. Við viljum benda t.d. á lóðarkosti fyrir hjúkrunarheimili, stækkunarmöguleika við Eir, í suðurhlíðum Húsahverfis, Keldnaholti eða í Sóltúni þar sem lóðin stendur tilbúin til byggingar strax, þar sem búið er að teikna og fá deiliskipulag samþykkt. Þar væri hægt að hefja byggingu nú þegar. Við teljum óásættanlegt að stefna þessum mikilvægu stofnunum hvorri gegn annarri en teljum að fólk hafi ekki ígrundað heildarmyndina nægilega áður en ráðist var í auglýsa þessa hugmynd. En það má leiðrétta það á einfaldan hátt. Reykjavík 6. September 2021 F.h.Stjórnar Íbúasamtaka Grafarvogs Elísabet Gísladóttir formaður
Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Skipulag Hjúkrunarheimili Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent