Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 19:00 Frá framkvæmdum á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“ Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira