Sjálfstæðisflokkurinn bauð Ernu velkomna í flokkinn á laugardag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. október 2021 10:01 Erna segir þessa kveðju Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún er boðin velkomin í flokkinn, vera byggða á misskilningi. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. „Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis, hefur einnig ákveðið að starfa innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins í störfum sínum á Alþingi,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins og í Facebook-deilingu tilkynningarinnar á síðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tilkynningu Sjálfstæðisflokksins hefur nú verið breytt á heimasíðunni xd.is en hægt er að sjá upphaflegu færsluna í myndinni hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi bauð Birgi og Ernu velkomin í flokkinn á laugardag. Erna hefur þó ekki gengið til liðs við flokkinn.Vísir Birgir tilkynnti það á laugardaginn að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og ýjaði að því að Erna myndi fylgja honum eftir. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið á laugardag að hann hafi rætt vistaskiptin við Ernu, varaþingmann sinn, og hún hafi stutt hann í ákvörðun sinni. Ekkert náðist í Ernu vegna málsins alla helgina og ekki í gær heldur. Það var ekki fyrr en í morgun sem Erna mætti í viðtal um vistaskiptin í Bítinu á Bylgjunni. Þar tilkynnti hún að hún ætli ekki að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í morgun. Í samtali við fréttastofu segir Erna þessa kveðju Sjálfstæðisflokksins byggða á einhverjum misskilningi. Sá misskilningur hljóti að koma frá Birgi, sem hljóti að hafa mistúlkað orð hennar. „Hann hlýtur að koma frá Birgi. Það voru samtöl, fólk talar saman og fólk metur sína stöðu og finnur þegar storminn lægir hver ég er. Ég verð að vera sú sem ég er og ég ætla að fara í mína vinnu, ég ætla að hugsa um mína fjölskyldu. Annað hefur sinn gang. Annað eins hefur nú breyst á nokkrum dögum.“ Í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun svaraði Birgir tilkynningu Ernu og sagði það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar sem hafi skapast. „Hún tjáði mér það að hún ætlaði að koma með mér yfir. Hún hefur greinilega skipt um skoðun og ég held að það sé partur af þeirri hörðu umræðu sem hefur verið í samfélaginu og haft mikil áhrif á hana,“ sagði Birgir í morgun og RÚV greinir frá. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis, hefur einnig ákveðið að starfa innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins í störfum sínum á Alþingi,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins og í Facebook-deilingu tilkynningarinnar á síðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tilkynningu Sjálfstæðisflokksins hefur nú verið breytt á heimasíðunni xd.is en hægt er að sjá upphaflegu færsluna í myndinni hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi bauð Birgi og Ernu velkomin í flokkinn á laugardag. Erna hefur þó ekki gengið til liðs við flokkinn.Vísir Birgir tilkynnti það á laugardaginn að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og ýjaði að því að Erna myndi fylgja honum eftir. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið á laugardag að hann hafi rætt vistaskiptin við Ernu, varaþingmann sinn, og hún hafi stutt hann í ákvörðun sinni. Ekkert náðist í Ernu vegna málsins alla helgina og ekki í gær heldur. Það var ekki fyrr en í morgun sem Erna mætti í viðtal um vistaskiptin í Bítinu á Bylgjunni. Þar tilkynnti hún að hún ætli ekki að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í morgun. Í samtali við fréttastofu segir Erna þessa kveðju Sjálfstæðisflokksins byggða á einhverjum misskilningi. Sá misskilningur hljóti að koma frá Birgi, sem hljóti að hafa mistúlkað orð hennar. „Hann hlýtur að koma frá Birgi. Það voru samtöl, fólk talar saman og fólk metur sína stöðu og finnur þegar storminn lægir hver ég er. Ég verð að vera sú sem ég er og ég ætla að fara í mína vinnu, ég ætla að hugsa um mína fjölskyldu. Annað hefur sinn gang. Annað eins hefur nú breyst á nokkrum dögum.“ Í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun svaraði Birgir tilkynningu Ernu og sagði það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar sem hafi skapast. „Hún tjáði mér það að hún ætlaði að koma með mér yfir. Hún hefur greinilega skipt um skoðun og ég held að það sé partur af þeirri hörðu umræðu sem hefur verið í samfélaginu og haft mikil áhrif á hana,“ sagði Birgir í morgun og RÚV greinir frá.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58