Og oftar en þrisvar ef út í það er farið því það var í fjórðu tilraun yfirvalda, aðeins í síðustu viku, til að skjóta hann með deyfibyssu sem það loksins hafðist.
Starfsmenn dýralífsyfirvalda í fylkinu urðu að skera gríðarstór horn skógarhjartarins af honum til að geta fjarlægt dekkið því þeim tókst ekki að klippa sig í gegn um stálvíra í kanti dekksins.
Here is some video of this bull elk over the past two years. pic.twitter.com/R6t9nNPOyb
— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021
„Við hefðum frekar kosið að skera dekkið af og skilja hornin eftir fyrir hann en staðan var bara þannig að við urðum að ná dekkinu af eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir Scott Murdoch, starfsmanni yfirvalda, í frétt The Guardian.
Dýralífsyfirvöld hafa lengi deilt myndum og myndböndum af hirtinum á samfélagsmiðlum en dýrið er fjögurra ára gamalt.
More video, courtesy of Pat Hemstreet, of the bull elk prior to when wildlife officers were able to remove the tire that was around its neck.
— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021
Story: https://t.co/WHfkfPuAck pic.twitter.com/xqKm4Zl4NE
Yfirvöld segja það ótrúlegt hversu vel farinn háls hjartarins var eftir dekkið þó það megi ljóst vera að það hafi íþyngt honum mjög síðustu tvö árin.
Hann var ekki nema með eitt lítið sár en hafði þó misst nokkuð af hári af svæðinu í hring um hálsinn.