Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 07:49 Erna Bjarnadóttir skipaði annað sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðunum þingkosningum. Birgir Þórarinsson skipaði efsta sæti listans. Vísir Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43