Bandaríkin aðstoði Afgani en viðurkenni ekki yfirráð Talibana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 23:45 Sumir Afganir hafa brugðið á það ráð að selja persónulegar eigur sínar til þess að eiga fyrir mat, eða til þess að komast burt frá Afganistan. Marcus Yam/Los Angeles Times Talibanar, sem nú fara með stjórn í Afganistan, segja að fulltrúar bandarískra stjórnvalda hafi samþykkt að veita Afgönum mannúðaraðstoð, að loknum fyrstu viðræðum aðilanna frá því Talibanar tóku völd í landinu í ágúst. AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira