Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 08:10 Birgir Þórarinsson hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi en hann hafi greint Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, frá vistaskiptunum áður. Þá hafi hann rætt málið við varaþingmann sinn, Ernu Bjarnadóttur, sem styðji hann í ákvörðuninni. Nú eru því aðeins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Bergþór Ólason þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir í þingflokki Miðflokks. Að sögn Birgis megi rekja vistaskiptin allt aftur til Klaustursmálsins sem upp kom árið í nóvember 2018 þó svo að atburðarrásin hafi verið hröð í þessari viku. Hann hafi verið ósáttur með Klaustursmálið þegar það kom upp á sínum tíma og vonað að samflokksmenn hans hefðu lært af því en annað hafi svo komið í ljós. Í kjölfar gagnrýni sinnar hafi aðrir flokksmenn aldrei treyst honum fyllilega. Hann eigi því ekki lengur samleið með Miðflokksmönnum. „Þetta er ekki léttvæg ákvörðun, ég held það sjái allir, og ég tek hana að mjög vel ígrunduðu máli. En eftir allt það sem á undan er gengið og þá forsögu, sem ég lýsi í grein minni, þá ríkir ekki lengur traust milli mín og forystu flokksins. Í ljósi þess væri ekki heiðarlegt hjá mér, hvorki gagnvart sjálfum mér né kjósendum, að halda áfram innan hóps þar sem skortir gagnkvæmt traust,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Vísar hann þar til greinar, sem hann skrifaði og birtist í blaðinu í morgun. Segir að ráðist hafi verið í skipulega aðför gegn honum í prófkjöri Hann segir það hafa komið skýrt í ljós í kosningunum nú að hann væri ekki velkominn innan flokksins. „Ég var hins vegar fullur vilja til þess að láta hlutina ganga og að við myndum ganga sameinuð til þessarar kosningabaráttu. En sú varð ekki raunin. Það var beinlínis ráðist í skipulega aðför gegn mér í prófkjörsbaráttu og allt gert til þess að ég yrði ekki oddviti,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið. Í fyrrnefndri grein eftir Birgi sem birtist í Morgunblaðinu í morgun ítrekar hann að Klaustursmálið hafi orðið honum að falli innan flokksins. „Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í áttu hlut vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið.“ Þingflokkkur Sjálfstæðisflokks samþykkti inngöngu Birgis samhljóða Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þá staðfest inngöngu Miðflokksmannsins fyrrverandi í Sjálfstæðisflokkinn í samtali við Morgunblaðið. „Þingflokkurinn samþykkti beiðni Birgis Þórarinssonar um inngöngu samhljóða. Við fögnum því að sjálfsögðu að fá nýjan liðsmann, sem við þekkjum vel og þetta styrkir okkur í þeim störfum sem fram undan eru.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi en hann hafi greint Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, frá vistaskiptunum áður. Þá hafi hann rætt málið við varaþingmann sinn, Ernu Bjarnadóttur, sem styðji hann í ákvörðuninni. Nú eru því aðeins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Bergþór Ólason þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir í þingflokki Miðflokks. Að sögn Birgis megi rekja vistaskiptin allt aftur til Klaustursmálsins sem upp kom árið í nóvember 2018 þó svo að atburðarrásin hafi verið hröð í þessari viku. Hann hafi verið ósáttur með Klaustursmálið þegar það kom upp á sínum tíma og vonað að samflokksmenn hans hefðu lært af því en annað hafi svo komið í ljós. Í kjölfar gagnrýni sinnar hafi aðrir flokksmenn aldrei treyst honum fyllilega. Hann eigi því ekki lengur samleið með Miðflokksmönnum. „Þetta er ekki léttvæg ákvörðun, ég held það sjái allir, og ég tek hana að mjög vel ígrunduðu máli. En eftir allt það sem á undan er gengið og þá forsögu, sem ég lýsi í grein minni, þá ríkir ekki lengur traust milli mín og forystu flokksins. Í ljósi þess væri ekki heiðarlegt hjá mér, hvorki gagnvart sjálfum mér né kjósendum, að halda áfram innan hóps þar sem skortir gagnkvæmt traust,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Vísar hann þar til greinar, sem hann skrifaði og birtist í blaðinu í morgun. Segir að ráðist hafi verið í skipulega aðför gegn honum í prófkjöri Hann segir það hafa komið skýrt í ljós í kosningunum nú að hann væri ekki velkominn innan flokksins. „Ég var hins vegar fullur vilja til þess að láta hlutina ganga og að við myndum ganga sameinuð til þessarar kosningabaráttu. En sú varð ekki raunin. Það var beinlínis ráðist í skipulega aðför gegn mér í prófkjörsbaráttu og allt gert til þess að ég yrði ekki oddviti,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið. Í fyrrnefndri grein eftir Birgi sem birtist í Morgunblaðinu í morgun ítrekar hann að Klaustursmálið hafi orðið honum að falli innan flokksins. „Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í áttu hlut vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið.“ Þingflokkkur Sjálfstæðisflokks samþykkti inngöngu Birgis samhljóða Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þá staðfest inngöngu Miðflokksmannsins fyrrverandi í Sjálfstæðisflokkinn í samtali við Morgunblaðið. „Þingflokkurinn samþykkti beiðni Birgis Þórarinssonar um inngöngu samhljóða. Við fögnum því að sjálfsögðu að fá nýjan liðsmann, sem við þekkjum vel og þetta styrkir okkur í þeim störfum sem fram undan eru.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira