Fresta efnahagslegum hörmungum til desember Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2021 15:24 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tilkynnti samkomulagið í dag. AP/J. Scott Applewhite Demókratar og Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. Mögulegu sögulegu gjaldþroti Bandaríkjanna hefur því verið frestað þar til í desember. Samkomulagið náðist eftir viðræður milli Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, sem stóðu yfir fram á nótt í gær. Viðræðurnar hófust eftir að McConnell lagði fram tillögu að samkomulagi. Sjá einnig: Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Gjaldþrot ríkissjóðs hefði haft gífurlegar efnahagslegar afleiðingar í Bandaríkjunum og víðar en þingið var undir miklum þrýstingi frá Hvíta húsinu og forsvarsmönnum bandarískra fyrirtækja um að koma í veg fyrir gjaldþrot. Í eins stuttu máli sagt og hægt er, þá hafa deilurnar um skuldaþakið snúist um það að Demókratar eru bara með eins manns meirihluta í öldungadeildinni og þá með úrslitaatkvæði Kamöllu Harris, varaforseta, 51 atkvæði á móti 50. Til að samþykkja flest frumvörp í öldungadeildinni þarf hins vegar sextíu atkvæði vegna reglunnar um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Repúblikanar hafa ekki viljað veita hækkun skuldaþaksins eitt atkvæði á þeim grundvelli að Demókratar ætli sér í mjög óábyrga eyðslu úr ríkissjóði. Þess í stað vilja Repúblikanar að Demókratar hækki skuldaþakið með sérstakri og tímafrekri leið til að komast hjá málþófi. Það vilja Repúblikanar svo þeir geti gagnrýnt Demókrata fyrir óábyrgan ríkisrekstur og fjárútlát í næstu þingkosningum. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, stakk upp á tímabundinni hækkun skuldaþaksins í gær.AP/Alex Brandon Demókratar segja á móti að hækkun skuldaþaksins sé á ábyrgð beggja flokka, þar sem það snúi að skuldum sem búið er að stofna til. Það komi frumvörpum sem Demókratar vilji koma í gegnum þingið ekkert við. Þá benda Demókratar á að þeir hafi hjálpað Repúblikönum við skuldaþakið í forsetatíð Donalds Trump. Mitch McConnell hefur gert það ljóst að þrátt fyrir samkomulagið vill hann enn að Demókratar hækki skuldaþakið einir til lengri tíma. Bandaríkin Tengdar fréttir Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. 28. september 2021 11:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Samkomulagið náðist eftir viðræður milli Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, sem stóðu yfir fram á nótt í gær. Viðræðurnar hófust eftir að McConnell lagði fram tillögu að samkomulagi. Sjá einnig: Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Gjaldþrot ríkissjóðs hefði haft gífurlegar efnahagslegar afleiðingar í Bandaríkjunum og víðar en þingið var undir miklum þrýstingi frá Hvíta húsinu og forsvarsmönnum bandarískra fyrirtækja um að koma í veg fyrir gjaldþrot. Í eins stuttu máli sagt og hægt er, þá hafa deilurnar um skuldaþakið snúist um það að Demókratar eru bara með eins manns meirihluta í öldungadeildinni og þá með úrslitaatkvæði Kamöllu Harris, varaforseta, 51 atkvæði á móti 50. Til að samþykkja flest frumvörp í öldungadeildinni þarf hins vegar sextíu atkvæði vegna reglunnar um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Repúblikanar hafa ekki viljað veita hækkun skuldaþaksins eitt atkvæði á þeim grundvelli að Demókratar ætli sér í mjög óábyrga eyðslu úr ríkissjóði. Þess í stað vilja Repúblikanar að Demókratar hækki skuldaþakið með sérstakri og tímafrekri leið til að komast hjá málþófi. Það vilja Repúblikanar svo þeir geti gagnrýnt Demókrata fyrir óábyrgan ríkisrekstur og fjárútlát í næstu þingkosningum. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, stakk upp á tímabundinni hækkun skuldaþaksins í gær.AP/Alex Brandon Demókratar segja á móti að hækkun skuldaþaksins sé á ábyrgð beggja flokka, þar sem það snúi að skuldum sem búið er að stofna til. Það komi frumvörpum sem Demókratar vilji koma í gegnum þingið ekkert við. Þá benda Demókratar á að þeir hafi hjálpað Repúblikönum við skuldaþakið í forsetatíð Donalds Trump. Mitch McConnell hefur gert það ljóst að þrátt fyrir samkomulagið vill hann enn að Demókratar hækki skuldaþakið einir til lengri tíma.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps.
Bandaríkin Tengdar fréttir Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. 28. september 2021 11:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48
Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44
Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. 28. september 2021 11:04