Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 13:54 Eitt af megin viðfangsefnum stjórnarflokkanna í viðræðum þeirra um áframhaldandi samstarf er að samræma loforð flokkanna fyrir kosningar og koma þeim heim og saman við ríkisfjármálin. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Í kosningastefnuskrám flokkanna fyrir kosningarnar á dögunum voru ýmsar hugmyndir um aukin útgjöld. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja ríkisstjórn ekki geta gert dramatískar breytingar á tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs með svo stuttum fyrirvara eins og hann orðaði það eftir stjórnarmyndunarfund á þriðjudag. „En góðu fréttirnar eru þær að við horfum fram á loðnuvertíð og það er margt sem bendir til að það verði góður hagvöxtur á næsta ári. Það mun lífga við tekjustofna ríkisins,“ segir Bjarni. Á sama tíma hafa stjórnarflokkarnir m.a. lofað auknum útgjöldum til velferðar- og samgöngumála. Framsókn lofaði til að mynda 60 þúsund króna greiðslu í frístundastyrk til allra barna svo eitthvað sé nefnt. Bjarni Benediktsson segir að vinna verði á miklum halla á fjárlögum á næstu árum. Ef til vill þurfi því að tímasetja útgjaldafrek verkefni nýrrar ríkisstjórnar þannig að þeim verði ekki öllum hleypt af stað fremst á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Bjarni minnir á að það hafi myndast mikill halli á ríkissjóði í faraldrinum. Það verði talsvert verkefni næstu árin að ná aftur endum saman og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Það er mikil áskorun að gera það á sama tíma og menn vilja styrkja ákveðna innviði í landinu. Hvort sem það eru félagslegir eða efnislegir innviðir eins og vegakerfið og fjarskiptakerfið. Þetta er meðal þess sem við þurfum aðeins að ræða og verið að skoða. Í hverju þessar áskoranir liggja og hversu stórt verkefnið er,“ segir Bjarni. Eftir að stjórnarflokkarnir hafi náð saman um helstu verkefni komi að því að skoða hvernig næsta fjárlagaár geti litið út „Það getur vel verið að það henti betur stöðunni í hagkerfinu að tímasetja þetta mjög vandlega frekar en hafa þetta mjög framhlaðið. Sú umræða er öll eftir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47