Umsjónarmenn þáttarins eru körfuboltalýsarinn Sigurður Orri Kristjánsson og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson.
Í þættinum er fjallað um körfubolta frá öllum sjónarhornum. Íslenskur körfubolti verður í stóru hlutverki en einnig verður farið yfir NBA-deildina og Íslendinga sem spila erlendis.
Í fyrsta þættinum í dag verður spá þáttarins fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla opinberuð og góðir gestir koma í heimsókn.
Nafn þáttarins, Boltinn lýgur ekki, er tilvitnun í Rasheed Wallace, fyrrverandi leikmann Portland Trail Blazers, Detroit Pistons og fleiri liða í NBA.
Hann átti það til æpa frasann boltinn lýgur ekki þegar leikmenn brenndu af vítaskotum eftir að hann braut á þeim og fékk ósanngjarnar villur að hans mati. Í myndbandinu hér fyrir neðan fer Wallace yfir uppruna frasans um að boltinn ljúgi ekki.