Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2021 08:01 Dómsmálaráðherrann Merrick Garland fagnaði ákvörðun dómarans. epa/Jim Lo Scalzo Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Þetta þýðir að ekki verður hægt að framfylgja banninu á meðan tekist er á um lögin fyrir dómstólum. Pitman var harðorður í úrskurði sínum og sagði lögin koma í veg fyrir að konur gætu tekið ákvarðanir um eigið líf, sem væri stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Dómstóllinn myndi ekki taka þátt í að svipta konur þessum rétti einn einasta dag til viðbótar. Það er hins vegar óljóst hvað gerist núna; nú þegar hefur heilsugæslustöðvum þar sem þungunarrof voru framkvæmd verið lokað og konur í Texas þurft að leita til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá gerir útfærsla laganna, það að það er sett í hendur almennings að höfða mál gegn þeim sem veita þjónustuna og öðrum sem „stuðla að“ þungunarrofi, það að verkum að hægt er að fara í mál seinna vegna aðgerða sem framkvæmdar eru á meðan frestun gildistökunar stendur. Forsvarsmenn samtaka sem veita þungunarrofsþjónustu sögðust því í samtali við New York Times vonast til að hægt yrði að hefja framkvæmd hennar að nýju en gátu ekki staðfest hvenær það yrði. Stjórnvöld í Texas hafa greint frá því að þau hyggist áfrýja niðurstöðu Pitman, sem áminnti yfirvöld og dómstóla í ríkinu að þeim væri óheimilt að framfylgja lögunum á meðan úrskurður hans væri í gildi. Dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland fagnaði ákvörðun dómarans og sagði hana „sigur fyrir konur í Texas og réttarríkið“. Það væri æðsta skylda ráðuneytisins að sjá til þess að stjórnarskráinn væri virt. New York Times greindi frá. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þetta þýðir að ekki verður hægt að framfylgja banninu á meðan tekist er á um lögin fyrir dómstólum. Pitman var harðorður í úrskurði sínum og sagði lögin koma í veg fyrir að konur gætu tekið ákvarðanir um eigið líf, sem væri stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Dómstóllinn myndi ekki taka þátt í að svipta konur þessum rétti einn einasta dag til viðbótar. Það er hins vegar óljóst hvað gerist núna; nú þegar hefur heilsugæslustöðvum þar sem þungunarrof voru framkvæmd verið lokað og konur í Texas þurft að leita til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá gerir útfærsla laganna, það að það er sett í hendur almennings að höfða mál gegn þeim sem veita þjónustuna og öðrum sem „stuðla að“ þungunarrofi, það að verkum að hægt er að fara í mál seinna vegna aðgerða sem framkvæmdar eru á meðan frestun gildistökunar stendur. Forsvarsmenn samtaka sem veita þungunarrofsþjónustu sögðust því í samtali við New York Times vonast til að hægt yrði að hefja framkvæmd hennar að nýju en gátu ekki staðfest hvenær það yrði. Stjórnvöld í Texas hafa greint frá því að þau hyggist áfrýja niðurstöðu Pitman, sem áminnti yfirvöld og dómstóla í ríkinu að þeim væri óheimilt að framfylgja lögunum á meðan úrskurður hans væri í gildi. Dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland fagnaði ákvörðun dómarans og sagði hana „sigur fyrir konur í Texas og réttarríkið“. Það væri æðsta skylda ráðuneytisins að sjá til þess að stjórnarskráinn væri virt. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira