Alríkisdómari frestar gildistöku laga gegn þungunarrofi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2021 08:01 Dómsmálaráðherrann Merrick Garland fagnaði ákvörðun dómarans. epa/Jim Lo Scalzo Alríkisdómarinn Robert L. Pitman hefur staðfest beiðni bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að fresta gildistöku afar umdeildrar löggjafar í Texas, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Þetta þýðir að ekki verður hægt að framfylgja banninu á meðan tekist er á um lögin fyrir dómstólum. Pitman var harðorður í úrskurði sínum og sagði lögin koma í veg fyrir að konur gætu tekið ákvarðanir um eigið líf, sem væri stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Dómstóllinn myndi ekki taka þátt í að svipta konur þessum rétti einn einasta dag til viðbótar. Það er hins vegar óljóst hvað gerist núna; nú þegar hefur heilsugæslustöðvum þar sem þungunarrof voru framkvæmd verið lokað og konur í Texas þurft að leita til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá gerir útfærsla laganna, það að það er sett í hendur almennings að höfða mál gegn þeim sem veita þjónustuna og öðrum sem „stuðla að“ þungunarrofi, það að verkum að hægt er að fara í mál seinna vegna aðgerða sem framkvæmdar eru á meðan frestun gildistökunar stendur. Forsvarsmenn samtaka sem veita þungunarrofsþjónustu sögðust því í samtali við New York Times vonast til að hægt yrði að hefja framkvæmd hennar að nýju en gátu ekki staðfest hvenær það yrði. Stjórnvöld í Texas hafa greint frá því að þau hyggist áfrýja niðurstöðu Pitman, sem áminnti yfirvöld og dómstóla í ríkinu að þeim væri óheimilt að framfylgja lögunum á meðan úrskurður hans væri í gildi. Dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland fagnaði ákvörðun dómarans og sagði hana „sigur fyrir konur í Texas og réttarríkið“. Það væri æðsta skylda ráðuneytisins að sjá til þess að stjórnarskráinn væri virt. New York Times greindi frá. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Þetta þýðir að ekki verður hægt að framfylgja banninu á meðan tekist er á um lögin fyrir dómstólum. Pitman var harðorður í úrskurði sínum og sagði lögin koma í veg fyrir að konur gætu tekið ákvarðanir um eigið líf, sem væri stjórnarskrárvarinn réttur þeirra. Dómstóllinn myndi ekki taka þátt í að svipta konur þessum rétti einn einasta dag til viðbótar. Það er hins vegar óljóst hvað gerist núna; nú þegar hefur heilsugæslustöðvum þar sem þungunarrof voru framkvæmd verið lokað og konur í Texas þurft að leita til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá gerir útfærsla laganna, það að það er sett í hendur almennings að höfða mál gegn þeim sem veita þjónustuna og öðrum sem „stuðla að“ þungunarrofi, það að verkum að hægt er að fara í mál seinna vegna aðgerða sem framkvæmdar eru á meðan frestun gildistökunar stendur. Forsvarsmenn samtaka sem veita þungunarrofsþjónustu sögðust því í samtali við New York Times vonast til að hægt yrði að hefja framkvæmd hennar að nýju en gátu ekki staðfest hvenær það yrði. Stjórnvöld í Texas hafa greint frá því að þau hyggist áfrýja niðurstöðu Pitman, sem áminnti yfirvöld og dómstóla í ríkinu að þeim væri óheimilt að framfylgja lögunum á meðan úrskurður hans væri í gildi. Dómsmálaráðherrann Merrick B. Garland fagnaði ákvörðun dómarans og sagði hana „sigur fyrir konur í Texas og réttarríkið“. Það væri æðsta skylda ráðuneytisins að sjá til þess að stjórnarskráinn væri virt. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira