Maðurinn var handtekinn aðfararnótt laugardagsins 28. nóvember síðastliðinn þar sem hann hafði í hótunum við lögreglu og gerði tilraun til að hrækja í átt að lögreglumanni við skyldustörf. Hrákinn hafnaði á hálfopinni rúðu lögreglubílsins.
Maðurinn hótaði sömuleiðis lögreglumönnum ýmist lífláti, ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi, en ummælin sem hann lét falla og er ákærður fyrir eru:
- „Ég sver ég mun slást við ykkur báða.“
- „Við skjótum allar þessar fokking löggur.“
- „Ég fokking ríð þér extra fast þangað til þú munt öskra ógeðið þitt.“
Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.