Misstu Helenu og vita ekki hvort Hildur Björg verði frá í vikur eða mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 14:01 Hildur Björg Kjartansdóttir í leik Valsliðinu í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa verið tvær bestu körfuboltakonur landsliðsins undanfarin ár og lykilmenn í landsliðinu. Íslandsmeistarar Vals voru með þær báðar á síðasta tímabili en eru nú án þeirra beggja. Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira