Segist hafa verið neyddur í bólusetningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2021 16:00 Andrew Wiggins má spila heimaleiki Golden State Warriors eftir að hafa látið bólusetja sig fyrir kórónuveirunni. getty/Jose Carlos Fajardo Andrew Wiggins, leikmaður Golden State Warriors, segist hafa verið neyddur til að bólusetja sig gegn kórónuveirunni til að geta haldið áfram að spila í NBA-deildinni í körfubolta. NBA hafði áður hafnað beiðni Wiggins um að neita bólusetningu af trúarlegum ástæðum. Hann hefur lýst yfir efasemdum um gagnsemi bóluefna. Wiggins hefur þegar fengið kórónuveiruna og sagði að það hefði ekki verið svo slæmt. „Ég veit um fullt af fólki sem hefur fengið alls konar viðbrögð og orðið fyrir meiðslum eftir bólusetningu svo ég veit ekki hvað þetta gerir við mig eftir tíu ár,“ sagði Wiggins eftir fyrsta æfingaleik Golden State á undirbúningstímabilinu gegn Portland Trail Blazers í gær. „Mér líður eins og ég gæti talað endalaust um af hverju ég vildi ekki láta bólusetja sig. Aðalatriðið er að ég veit ekki hvað þetta gerir við líkamann minn eftir tíu til tuttugu ár.“ Wiggins gaf sig þó að lokum enda hefði hann misst af öllum heimaleikjum Golden State á tímabilinu ef hann hefði ekki látið bólusetja sig. Allir sem eru eldri en tólf ára þurfa að láta bólusetja sig til að mega sækja stóra atburði innanhús í San Francisco. „Einu möguleikarnir voru að fara í bólusetningu eða spila ekki í NBA,“ sagði Wiggins. Hann sagðist hafa fengið smávægilega beinverki og verið kalt eftir bólusetninguna. Wiggins skoraði þrettán stig í leiknum gegn Portland sem Golden State vann, 107-121. „Það var gott að spila en að fara í bólusetningu, ég mun hugsa lengi um það. Ég vildi það ekki en var neyddur til þess.“ Wiggins, sem er 26 ára, gekk í raðir Golden State frá Minnesota Timberwolves í fyrra. Kanadamaðurinn var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2014 og var valinn nýliði ársins í NBA tímabilið 2014-15. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
NBA hafði áður hafnað beiðni Wiggins um að neita bólusetningu af trúarlegum ástæðum. Hann hefur lýst yfir efasemdum um gagnsemi bóluefna. Wiggins hefur þegar fengið kórónuveiruna og sagði að það hefði ekki verið svo slæmt. „Ég veit um fullt af fólki sem hefur fengið alls konar viðbrögð og orðið fyrir meiðslum eftir bólusetningu svo ég veit ekki hvað þetta gerir við mig eftir tíu ár,“ sagði Wiggins eftir fyrsta æfingaleik Golden State á undirbúningstímabilinu gegn Portland Trail Blazers í gær. „Mér líður eins og ég gæti talað endalaust um af hverju ég vildi ekki láta bólusetja sig. Aðalatriðið er að ég veit ekki hvað þetta gerir við líkamann minn eftir tíu til tuttugu ár.“ Wiggins gaf sig þó að lokum enda hefði hann misst af öllum heimaleikjum Golden State á tímabilinu ef hann hefði ekki látið bólusetja sig. Allir sem eru eldri en tólf ára þurfa að láta bólusetja sig til að mega sækja stóra atburði innanhús í San Francisco. „Einu möguleikarnir voru að fara í bólusetningu eða spila ekki í NBA,“ sagði Wiggins. Hann sagðist hafa fengið smávægilega beinverki og verið kalt eftir bólusetninguna. Wiggins skoraði þrettán stig í leiknum gegn Portland sem Golden State vann, 107-121. „Það var gott að spila en að fara í bólusetningu, ég mun hugsa lengi um það. Ég vildi það ekki en var neyddur til þess.“ Wiggins, sem er 26 ára, gekk í raðir Golden State frá Minnesota Timberwolves í fyrra. Kanadamaðurinn var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2014 og var valinn nýliði ársins í NBA tímabilið 2014-15.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum