Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 21:08 Verkfræðingar Facebook sitja nú sveittir við að reyna að komast fyrir truflanirnar á helstu þjónustum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48