Siggi nýnasisti látinn Snorri Másson skrifar 4. október 2021 13:01 Siggi, til hægri, á mótmælum í Bielefeld árið 2018, þar sem nýnasistar sýndu samstöðu með hinni 90 ára gömlu Úrsúlu Haverbeck, sem var dæmd fyrir að afneita helförinni. Getty/Finn Grohmann Greint er frá andláti þýsks nýnasista í þýskum miðlum í dag, að nafni Siegfried Borchardt. Hann var landsþekktur sem „SS-Siggi“ og hefur löngum verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. Borchardt lést 67 ára gamall eftir stutta sjúkrahúsinnlögn, eins og flokkur hans Die Rechte (ísl. Hægrið) greindi frá í yfirlýsingu. Sá flokkur er róttækara klofningsbrot úr AfD, sem er fyrir sitt leyti öfgaflokkur á hægrivæng. „SS-Siggi“ átti langan feril að baki sem opinber nýnasisti. Á áttunda áratugnum fór hann fyrir Borussenfront, sem var nýnasísk hreyfing fótboltabulla og stuðningsmanna Borussia Dortmund. Þar tók hann þátt í ofsóknum á hendur minnihlutahópum eins og svartra og gyðinga og var margsinnis handtekinn fyrir óspektir. Ísrael er okkar ólán, segir á skiltum öfgaflokksins, sem hefur mótmælt harkalega stefnu Ísraelsríkis um að skapa gyðingum öruggt athvarf í Ísrael. Siggi er í rauðum bol fyrir miðju.David Speier/NurPhoto via Getty Images Í viðtali við Spiegel árið 2014 var Siggi spurður út í gælunafnið „SS-Siggi“. Þar sagðist hann ekki sáttur við að vera kenndur við SS, sem sagt stormsveitir nasista, heldur grínaðist hann með að vilja raunar heldur vera kallaður „SA-Siggi“ og vera þannig kenndur við brúnstakka, sem var önnur eining innan nasistaflokks Hitlers. Sama ár rataði það í heimsfréttirnar þegar Siggi náði inn í borgarstjórn í Dortmund sem fulltrúi flokks síns, en vegna heiftúðugra mótmæla gegn setu hans þar hrökklaðist hann úr embætti tveimur mánuðum síðar. Á stefnuskrá flokksins í þeim kosningum var meðal annars að stöðva „innrás hælisleitenda“ og að koma því þannig fyrir aftur að hjónaband yrði aðeins á milli karls og konu. Síðast sat Siggi inni í nokkra mánuði árið 2018 fyrir að svívirða lögregluþjóna á mótmælum. Die Rechte er ekki með kjörinn fulltrúa á þýska þinginu en er enn með fulltrúa í sveitarstjórn Dortmund. „Við berjumst fyrir Þýskaland,“ stendur á fánanum á bakvið nýnasistaleiðtogann.Yavuz Arslan/ullstein bild via Getty Images) Þýskaland Andlát Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Borchardt lést 67 ára gamall eftir stutta sjúkrahúsinnlögn, eins og flokkur hans Die Rechte (ísl. Hægrið) greindi frá í yfirlýsingu. Sá flokkur er róttækara klofningsbrot úr AfD, sem er fyrir sitt leyti öfgaflokkur á hægrivæng. „SS-Siggi“ átti langan feril að baki sem opinber nýnasisti. Á áttunda áratugnum fór hann fyrir Borussenfront, sem var nýnasísk hreyfing fótboltabulla og stuðningsmanna Borussia Dortmund. Þar tók hann þátt í ofsóknum á hendur minnihlutahópum eins og svartra og gyðinga og var margsinnis handtekinn fyrir óspektir. Ísrael er okkar ólán, segir á skiltum öfgaflokksins, sem hefur mótmælt harkalega stefnu Ísraelsríkis um að skapa gyðingum öruggt athvarf í Ísrael. Siggi er í rauðum bol fyrir miðju.David Speier/NurPhoto via Getty Images Í viðtali við Spiegel árið 2014 var Siggi spurður út í gælunafnið „SS-Siggi“. Þar sagðist hann ekki sáttur við að vera kenndur við SS, sem sagt stormsveitir nasista, heldur grínaðist hann með að vilja raunar heldur vera kallaður „SA-Siggi“ og vera þannig kenndur við brúnstakka, sem var önnur eining innan nasistaflokks Hitlers. Sama ár rataði það í heimsfréttirnar þegar Siggi náði inn í borgarstjórn í Dortmund sem fulltrúi flokks síns, en vegna heiftúðugra mótmæla gegn setu hans þar hrökklaðist hann úr embætti tveimur mánuðum síðar. Á stefnuskrá flokksins í þeim kosningum var meðal annars að stöðva „innrás hælisleitenda“ og að koma því þannig fyrir aftur að hjónaband yrði aðeins á milli karls og konu. Síðast sat Siggi inni í nokkra mánuði árið 2018 fyrir að svívirða lögregluþjóna á mótmælum. Die Rechte er ekki með kjörinn fulltrúa á þýska þinginu en er enn með fulltrúa í sveitarstjórn Dortmund. „Við berjumst fyrir Þýskaland,“ stendur á fánanum á bakvið nýnasistaleiðtogann.Yavuz Arslan/ullstein bild via Getty Images)
Þýskaland Andlát Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira