Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ Þungavigtin skrifar 3. október 2021 23:00 Kristján Óli Sigurðsson, Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson skipa Þungavigtina. „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. „Samkvæmt mínum heimildum, þær eru mjög áreiðanlegar, þá er stríðið bara frá þjálfara Vals. Það er ekki frá stjórninni, hún vill alveg halda Hannesi á þessari 1.5 milljón sem hann er kannski með á mánuði,“ sagði Mikael og hélt áfram. „Hann á eitt ár eftir en staðan er þannig, við töluðum um það hérna og Hannes kom inn á það sjálfur í síðustu viku að það svaraði engum símum og okkur þótti það svona smá skrítið en svona er þetta bara stundum. Ég var nú að verja þetta þessa Valsara, þeir væru kannski í fríi og af hverju ætti að svara símum þar sem hann ætti hvort eð er eitt ár eftir og það væri ekki hans mál að það kæmi inn nýr markmaður.“ „Þjálfari Vals hringdi í Hannes í mjög stuttu og döpru símtali þar sem hann tilkynnti Hannesi að hann gæti drullaði sér í burtu og gaf honum bara puttann. Þegar Hannes bað um útskýringar sagði Heimir að hann þyrfti ekki að útskýra neitt. Svo var bara símtalið búið,“ sagði Mikael en símtalið mun hafa enst í tæplega 90 sekúndur. „Það hlýtur eitthvað að hafa gerst á tímabilinu?“ spurði þá Ríkharð Óskar Guðnason, þáttastjórnandi. „Nei það hefur ekkert gerst,“ svaraði Mikael um hæl áður en Kristján Óli tók til máls. „Í byrjun ágúst var Valur að fara sigla þessum titli heim þökk sé Hannesi þannig þetta er mjög furðuleg meðferð og ég fór aðeins að láta hugann reika á koddanum í gærkvöldi. Meðferð Heimis á markmönnum: Hann kom illa fram við Gunnleif Gunnleifsson þegar hann yfirgaf FH, ég held þeir hafi verið Íslandsmeistarar þegar hann fór.“ „Það var einhver regla í Hafnafirði að leikmenn yfir þrítugt fengu ekki meira en árs samning. Hann vildi þriggja ára samning sem hann og fékk í Smáranum. Gulli var ekki eðlilegur leikmaður á þeim aldri. Hann var tíu árum yngri en kennitalan sagði. Þetta minnir svolítið á það.“ „Hannes er launahæsti leikmaður liðsins, hann var besti maður liðsins í sumar. Það er eitthvað sem hann og við vitum ekki, eitthvað sem aðeins Heimir Guðjónsson veit og vill ekki segja neinum,“ sagði Kristján að endingu áður en Mikael fékk orðið að nýju. „Hannes er ein af sterkari röddum klefans, það er náttúrulega einhverjir þannig og aðrir sem segja ekki neitt. Hannes er með 77 A-landsleiki og það eina sem hann heldur er að hann hafi mögulega sagt eitthvað sem hefur styggt Heimi.“ „Ég veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð. Ég held bara hreinlega að stjórnarmenn séu það líka en geti ekki gefið neitt út með það. Við erum að tala um mjög skrítið mál, að honum sé hent. Þetta er allavega staðfest, það kom þarna stutt símtal og Hannes hafði aldrei lent í öðru eins,“ sagði Mikael að lokum. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. „Samkvæmt mínum heimildum, þær eru mjög áreiðanlegar, þá er stríðið bara frá þjálfara Vals. Það er ekki frá stjórninni, hún vill alveg halda Hannesi á þessari 1.5 milljón sem hann er kannski með á mánuði,“ sagði Mikael og hélt áfram. „Hann á eitt ár eftir en staðan er þannig, við töluðum um það hérna og Hannes kom inn á það sjálfur í síðustu viku að það svaraði engum símum og okkur þótti það svona smá skrítið en svona er þetta bara stundum. Ég var nú að verja þetta þessa Valsara, þeir væru kannski í fríi og af hverju ætti að svara símum þar sem hann ætti hvort eð er eitt ár eftir og það væri ekki hans mál að það kæmi inn nýr markmaður.“ „Þjálfari Vals hringdi í Hannes í mjög stuttu og döpru símtali þar sem hann tilkynnti Hannesi að hann gæti drullaði sér í burtu og gaf honum bara puttann. Þegar Hannes bað um útskýringar sagði Heimir að hann þyrfti ekki að útskýra neitt. Svo var bara símtalið búið,“ sagði Mikael en símtalið mun hafa enst í tæplega 90 sekúndur. „Það hlýtur eitthvað að hafa gerst á tímabilinu?“ spurði þá Ríkharð Óskar Guðnason, þáttastjórnandi. „Nei það hefur ekkert gerst,“ svaraði Mikael um hæl áður en Kristján Óli tók til máls. „Í byrjun ágúst var Valur að fara sigla þessum titli heim þökk sé Hannesi þannig þetta er mjög furðuleg meðferð og ég fór aðeins að láta hugann reika á koddanum í gærkvöldi. Meðferð Heimis á markmönnum: Hann kom illa fram við Gunnleif Gunnleifsson þegar hann yfirgaf FH, ég held þeir hafi verið Íslandsmeistarar þegar hann fór.“ „Það var einhver regla í Hafnafirði að leikmenn yfir þrítugt fengu ekki meira en árs samning. Hann vildi þriggja ára samning sem hann og fékk í Smáranum. Gulli var ekki eðlilegur leikmaður á þeim aldri. Hann var tíu árum yngri en kennitalan sagði. Þetta minnir svolítið á það.“ „Hannes er launahæsti leikmaður liðsins, hann var besti maður liðsins í sumar. Það er eitthvað sem hann og við vitum ekki, eitthvað sem aðeins Heimir Guðjónsson veit og vill ekki segja neinum,“ sagði Kristján að endingu áður en Mikael fékk orðið að nýju. „Hannes er ein af sterkari röddum klefans, það er náttúrulega einhverjir þannig og aðrir sem segja ekki neitt. Hannes er með 77 A-landsleiki og það eina sem hann heldur er að hann hafi mögulega sagt eitthvað sem hefur styggt Heimi.“ „Ég veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð. Ég held bara hreinlega að stjórnarmenn séu það líka en geti ekki gefið neitt út með það. Við erum að tala um mjög skrítið mál, að honum sé hent. Þetta er allavega staðfest, það kom þarna stutt símtal og Hannes hafði aldrei lent í öðru eins,“ sagði Mikael að lokum. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn