Starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að tveir verði fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi með minniháttar áverka eftir slysið.
Þá sé varðstjóri sem mætti á vettvang á heimleið þar sem lítil sem engin hætta sé talin á ferð. Ekki hafi orðið neinn olíuleki út frá dælunni og því sé engin eldhætta.
Ekki hafi þurft að nota dælubíl sem sendur var á vettvang.