„Ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2021 09:31 Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar urðu bikarmeistarar um þarsíðustu helgi og í fyrradag tryggðu þær sér sæti í riðlakeppni EuroCup. vísir/bára Helena Sverrisdóttir átti stórleik þegar Haukar tryggðu sér sæti í riðlakeppni EuroCup í fyrradag. Haukar töpuðu fyrir Sportiva á Asóreyjum, 81-79, en fóru áfram, 160-157 samanlagt. Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti