Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 22:48 Nancy Pelosi og demókratar á bandaríka þinginu önduðu léttar í kvöld þegar þeim tókst að framlengja fjárheimildir alríkisins og afstýra lokunum á ögurstundu. Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn. Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Sjá meira
Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Sjá meira