Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 15:13 Kristi Noem er sökuð um að hafa misnotað vald sitt sem ríkisstjóri þegar hún tryggði dóttur sinni leyfi sem opinber matsmaður fasteigna. AP/Charlie Neibergall Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. Kristi Noem hefur verið talin vonarstjarna innan Repúblikanaflokksins. Hún er 49 ára gömul, ríkisstjóri á fyrsta kjörtímabili og hefur ítrekað verið nefnd í samhengi við forval flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2024. Hún hefur verið ötul stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi forseti, og hún þráaðist við að grípa til harðra aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum. Það hefur skapað henni vinsældir margra repúblikana jafnvel þó að dauðsföll í faraldrinum í fámennu Suður-Dakóta séu mörg miðað við höfðatölu. Gamanið hefur kárnað hjá Noem upp á síðkastið eftir að upplýst var að hún hefði beitt sér til þess að dóttir hennar fengi leyfi sem matsmaður fasteigna. Dótturinni var upphaflega synjað um leyfið. Noem kallaði þá á ríkisstarfsmanninn sem synjaði henni um leyfið á fund með sér og dóttur sinni sem fékk leyfið ekki löngu síðar. Starfsmaðurinn hætti störfum í kjölfarið. Inn í vandamál Noem blandast sögusagnir um að hún haldi fram hjá eiginmanni sínum með Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Lewandowski er á sama tíma sakaður um að hafa áreitt fjárhagslegan stuðninigsmann Trump kynferðislega og lét hann af störfum hjá pólitískri aðgerðanefnd fyrrverandi forsetans í gær. Dómsmálaráðherra sem varð manni að bana kannar málið Jason Ravnsborg, dómsmálaráðherra Suður-Dakóta, fer nú yfir kvartanir ríkisþingmanna um fund Noem með dóttur sinni og ríkisstarfsmanninum sem synjaði henni um leyfið í fyrra. AP-fréttastofan sagði frá því í vikunni að Noem hefði haldið fundinn skömmu eftir að ríkisstarfsmaðurinn synjaði dóttur hennar um starfsleyfi sem formlegur fasteignamatsmaður í fyrra. Dóttirin fékk leyfið fjórum mánuðum seinna. Starfsmaðurinn sem stýrði stofnuninni sem fjallaði um umsóknina var þvingaður til þess að segja af sér í framhadlinu. Honum voru greiddir 200.000 dollarar, jafnvirði rúmra 26 milljóna íslenskra króna, til þess að hætta og draga kvörtun til baka. Noem hefur neitað að svara spurningum um málið og talsmaður hennar segir fréttirnar pólitískar árásir á ríkisstjórann. Þó að Noem og Ravnsborg dómsmálaráðherra séu bæði repúblikanar er þeim ekki vel til vina. Noem þrýsti á Ravnsborg að segja af sér eftir að hann ók á mann sem var á gangi við hraðbraut og varð honum að bana í fyrra. Ríkisþing Suður-Dakóta ætlar að koma saman í nóvember til að ræða um hvort rétt sé að kæra Ravnsborg fyrir embættisbrot en hann hefur sjálfur þverneitað að segja af sér. Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningstjóri Trump. Hann var rekinn sem forsvarsmaður pólitísku aðgerðanefndarinnar Trump Make America Great Again eftir ásakanir um að hann hefði áreitt stuðningskonu nefndarinnar kynferðislega í gær.Vísir/EPA Viðbjóðslegar lygar um framhjáhald með ráðgjafa Trump Til að nudda salti í sár Noem birti íhaldssöm vefsíða ásakanir um að Noem ætti í leynilegu ástarsambandi við Lewandowski. Þau hafa verið í miklum samskiptum í tengslum við stjórnmálaviðburði en Lewandowski stýrði þar til í gær pólitiskri aðgerðanefnd fyrir Trump, að sögn Washington Post. Noem lýsti þeim sögusögnum sem „algeru rusli og viðbjóðslegum lygum“ í tísti í gær. Sagðist hún unna eiginmanni sínum og stolt af guðhræddri fjölskyldu þeirra hjóna. These rumors are total garbage and a disgusting lie. These old, tired attacks on conservative women are based on a falsehood that we can't achieve anything without a man's help.I love Bryon. I'm proud of the God-fearing family we've raised together. Now I'm getting back to work— Governor Kristi Noem (@govkristinoem) September 29, 2021 Lewandowski er sjálfur í kröppum dansi því kona sem hefur lagt aðgerðanefndinni til fé sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega, þuklað á sér og misboðið með soratali á góðgerðaviðburði í Las Vegas í síðustu viku. Talsmaður Trump sagði að Lewandowski stýrði aðgerðanefndinni ekki lengur í gærkvöldi. Honum hefði verið ýtt til hliðar. Lewandowski out, per Trump spokesman: Pam Bondi has our complete faith and confidence in taking over MAGA Action. Corey Lewandowski will be going on to other endeavors and we very much want to thank him for his service. He will no longer be associated with Trump World. — Maggie Haberman (@maggieNYT) September 30, 2021 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lewandowski er sakaður um ofbeldi gegn konu. Í kosningabaráttunni árið 2016 greip hann í blaðakonu Breitbart, hægrisinnaðs vefmiðils, og dró hana frá þegar hún ætlaði að spyrja Trump spurninga eftir blaðamannafund á Flórída. Trump rak Lewandowski en hann var þó fljótt kominn aftur í náðina hjá þáverandi forsetanum. Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Sjá meira
Kristi Noem hefur verið talin vonarstjarna innan Repúblikanaflokksins. Hún er 49 ára gömul, ríkisstjóri á fyrsta kjörtímabili og hefur ítrekað verið nefnd í samhengi við forval flokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2024. Hún hefur verið ötul stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi forseti, og hún þráaðist við að grípa til harðra aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum. Það hefur skapað henni vinsældir margra repúblikana jafnvel þó að dauðsföll í faraldrinum í fámennu Suður-Dakóta séu mörg miðað við höfðatölu. Gamanið hefur kárnað hjá Noem upp á síðkastið eftir að upplýst var að hún hefði beitt sér til þess að dóttir hennar fengi leyfi sem matsmaður fasteigna. Dótturinni var upphaflega synjað um leyfið. Noem kallaði þá á ríkisstarfsmanninn sem synjaði henni um leyfið á fund með sér og dóttur sinni sem fékk leyfið ekki löngu síðar. Starfsmaðurinn hætti störfum í kjölfarið. Inn í vandamál Noem blandast sögusagnir um að hún haldi fram hjá eiginmanni sínum með Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Lewandowski er á sama tíma sakaður um að hafa áreitt fjárhagslegan stuðninigsmann Trump kynferðislega og lét hann af störfum hjá pólitískri aðgerðanefnd fyrrverandi forsetans í gær. Dómsmálaráðherra sem varð manni að bana kannar málið Jason Ravnsborg, dómsmálaráðherra Suður-Dakóta, fer nú yfir kvartanir ríkisþingmanna um fund Noem með dóttur sinni og ríkisstarfsmanninum sem synjaði henni um leyfið í fyrra. AP-fréttastofan sagði frá því í vikunni að Noem hefði haldið fundinn skömmu eftir að ríkisstarfsmaðurinn synjaði dóttur hennar um starfsleyfi sem formlegur fasteignamatsmaður í fyrra. Dóttirin fékk leyfið fjórum mánuðum seinna. Starfsmaðurinn sem stýrði stofnuninni sem fjallaði um umsóknina var þvingaður til þess að segja af sér í framhadlinu. Honum voru greiddir 200.000 dollarar, jafnvirði rúmra 26 milljóna íslenskra króna, til þess að hætta og draga kvörtun til baka. Noem hefur neitað að svara spurningum um málið og talsmaður hennar segir fréttirnar pólitískar árásir á ríkisstjórann. Þó að Noem og Ravnsborg dómsmálaráðherra séu bæði repúblikanar er þeim ekki vel til vina. Noem þrýsti á Ravnsborg að segja af sér eftir að hann ók á mann sem var á gangi við hraðbraut og varð honum að bana í fyrra. Ríkisþing Suður-Dakóta ætlar að koma saman í nóvember til að ræða um hvort rétt sé að kæra Ravnsborg fyrir embættisbrot en hann hefur sjálfur þverneitað að segja af sér. Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningstjóri Trump. Hann var rekinn sem forsvarsmaður pólitísku aðgerðanefndarinnar Trump Make America Great Again eftir ásakanir um að hann hefði áreitt stuðningskonu nefndarinnar kynferðislega í gær.Vísir/EPA Viðbjóðslegar lygar um framhjáhald með ráðgjafa Trump Til að nudda salti í sár Noem birti íhaldssöm vefsíða ásakanir um að Noem ætti í leynilegu ástarsambandi við Lewandowski. Þau hafa verið í miklum samskiptum í tengslum við stjórnmálaviðburði en Lewandowski stýrði þar til í gær pólitiskri aðgerðanefnd fyrir Trump, að sögn Washington Post. Noem lýsti þeim sögusögnum sem „algeru rusli og viðbjóðslegum lygum“ í tísti í gær. Sagðist hún unna eiginmanni sínum og stolt af guðhræddri fjölskyldu þeirra hjóna. These rumors are total garbage and a disgusting lie. These old, tired attacks on conservative women are based on a falsehood that we can't achieve anything without a man's help.I love Bryon. I'm proud of the God-fearing family we've raised together. Now I'm getting back to work— Governor Kristi Noem (@govkristinoem) September 29, 2021 Lewandowski er sjálfur í kröppum dansi því kona sem hefur lagt aðgerðanefndinni til fé sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega, þuklað á sér og misboðið með soratali á góðgerðaviðburði í Las Vegas í síðustu viku. Talsmaður Trump sagði að Lewandowski stýrði aðgerðanefndinni ekki lengur í gærkvöldi. Honum hefði verið ýtt til hliðar. Lewandowski out, per Trump spokesman: Pam Bondi has our complete faith and confidence in taking over MAGA Action. Corey Lewandowski will be going on to other endeavors and we very much want to thank him for his service. He will no longer be associated with Trump World. — Maggie Haberman (@maggieNYT) September 30, 2021 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lewandowski er sakaður um ofbeldi gegn konu. Í kosningabaráttunni árið 2016 greip hann í blaðakonu Breitbart, hægrisinnaðs vefmiðils, og dró hana frá þegar hún ætlaði að spyrja Trump spurninga eftir blaðamannafund á Flórída. Trump rak Lewandowski en hann var þó fljótt kominn aftur í náðina hjá þáverandi forsetanum.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Sjá meira