Litlu og stóru skrefin að grænni framtíð Una Steinsdóttir skrifar 30. september 2021 08:01 Eitt slíkt markmið hefur minn vinnustaður sett sér og snýr að því að náð verði fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ekki er eingöngu átt við rekstur bankans heldur einnig með tilliti til fjármögnunar á útblæstri í gegnum lána- og eignasafn. Þetta þýðir að við munum hafa markmið okkar um kolefnishlutleysi í huga við mat á lánveitingum og verðlagningu. Þetta verður vonandi mikilvæg varða á þeirri leið sem íslenskt samfélag hefur skuldbundið sig til að fylgja í gegnum aðild að Parísarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og styður við metnaðarfulla aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. En meira þarf að sjálfsögðu til. Í þessu sem svo mörgu geta lítil og meðalstór fyrirtæki verið drifkrafturinn í mikilvægum umbreytingum. Þau leika lykilhlutverk í nýsköpun og framþróun almennt í íslensku efnahagslífi, enda Ísland að megninu til lítið og meðalstórt þegar kemur að að stærð og umfangi fyrirtækja. Við eigum auðvitað víða langt í land; aðferðarfræði, gögn og upplýsingar til að byggja á eru ennþá af skornum skammti á mörgum sviðum og viðfangsefnið sannarlega ögn óáþreifanlegt í mörgu tilliti. Hið jákvæða er að skilningur, áhugi og metnaður fyrirtækja í sjálfbærni er hratt vaxandi og ég hef tekið eftir að þau samtöl sem ég á við forsvarsfólk fyrirtækja varðandi sjálfbærni falla í frjóan jarðveg. Hvort viðhorf innan íslenskra fyrirtækja til sjálfbærnimála séu að breytast nógu hratt og markmiðin nægilega metnaðarfull er að sjálfsögðu deilt um en breytingin sem orðið hefur á einungis örfáum árum fylla mig þó bjartsýni. En tækifærin til að leggja lóð á vogaskálar kolefnihlutleysis liggja svo miklu víðar en margur hyggur. Orkuskipti í samgöngum eru að líkindum hvergi jafn nærtækt skref að stíga en á Íslandi og þar fer valkostum hratt fjölgandi. Þegar litið er til nýskráningar ökutækja hér á landi stefnir í að árið 2021 verði það fyrsta þar sem rafmagns- og tvinnbifreiðar verði í meirihluta. Þegar orkuinnviðir bjóða loks upp á rafvæðingu bílaleiguflotans, meðal annars með neti hleðslustöðva við Keflavíkurflugvöll, og við getum rafvætt hafnir landsins ætti fljótlega að sjá fyrir endann á notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Við viljum styðja við þessa þróun, meðal annars með grænum lánveitingum, sem aukist hafa stórum skrefum undanfarin misseri, og virku samtali við okkar viðskiptavini. Litlu skrefin, rétt eins og þau stóru, geta nefnilega vegið þungt og allt hjálpar. Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla vera að sýsla árið 2040 en mikið væri nú gaman að geta litið um öxl og séð hvernig íslenskt atvinnulíf, stór fyrirtæki, meðalstór og smá, náðu raunverulegum árangri í sjálfbærnimálum. Ég er sannfærð um að fyrirtæki sem veðja á sjálfbærnina og leggja sitt af mörkum munu vera þau fyrirtæki sem skara fram úr og tryggja sjálfbærari hagvöxt til framtíðar, öllum okkar til gæfu og gagns. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eitt slíkt markmið hefur minn vinnustaður sett sér og snýr að því að náð verði fullu kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ekki er eingöngu átt við rekstur bankans heldur einnig með tilliti til fjármögnunar á útblæstri í gegnum lána- og eignasafn. Þetta þýðir að við munum hafa markmið okkar um kolefnishlutleysi í huga við mat á lánveitingum og verðlagningu. Þetta verður vonandi mikilvæg varða á þeirri leið sem íslenskt samfélag hefur skuldbundið sig til að fylgja í gegnum aðild að Parísarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og styður við metnaðarfulla aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. En meira þarf að sjálfsögðu til. Í þessu sem svo mörgu geta lítil og meðalstór fyrirtæki verið drifkrafturinn í mikilvægum umbreytingum. Þau leika lykilhlutverk í nýsköpun og framþróun almennt í íslensku efnahagslífi, enda Ísland að megninu til lítið og meðalstórt þegar kemur að að stærð og umfangi fyrirtækja. Við eigum auðvitað víða langt í land; aðferðarfræði, gögn og upplýsingar til að byggja á eru ennþá af skornum skammti á mörgum sviðum og viðfangsefnið sannarlega ögn óáþreifanlegt í mörgu tilliti. Hið jákvæða er að skilningur, áhugi og metnaður fyrirtækja í sjálfbærni er hratt vaxandi og ég hef tekið eftir að þau samtöl sem ég á við forsvarsfólk fyrirtækja varðandi sjálfbærni falla í frjóan jarðveg. Hvort viðhorf innan íslenskra fyrirtækja til sjálfbærnimála séu að breytast nógu hratt og markmiðin nægilega metnaðarfull er að sjálfsögðu deilt um en breytingin sem orðið hefur á einungis örfáum árum fylla mig þó bjartsýni. En tækifærin til að leggja lóð á vogaskálar kolefnihlutleysis liggja svo miklu víðar en margur hyggur. Orkuskipti í samgöngum eru að líkindum hvergi jafn nærtækt skref að stíga en á Íslandi og þar fer valkostum hratt fjölgandi. Þegar litið er til nýskráningar ökutækja hér á landi stefnir í að árið 2021 verði það fyrsta þar sem rafmagns- og tvinnbifreiðar verði í meirihluta. Þegar orkuinnviðir bjóða loks upp á rafvæðingu bílaleiguflotans, meðal annars með neti hleðslustöðva við Keflavíkurflugvöll, og við getum rafvætt hafnir landsins ætti fljótlega að sjá fyrir endann á notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Við viljum styðja við þessa þróun, meðal annars með grænum lánveitingum, sem aukist hafa stórum skrefum undanfarin misseri, og virku samtali við okkar viðskiptavini. Litlu skrefin, rétt eins og þau stóru, geta nefnilega vegið þungt og allt hjálpar. Ég veit svo sem ekki hvað ég ætla vera að sýsla árið 2040 en mikið væri nú gaman að geta litið um öxl og séð hvernig íslenskt atvinnulíf, stór fyrirtæki, meðalstór og smá, náðu raunverulegum árangri í sjálfbærnimálum. Ég er sannfærð um að fyrirtæki sem veðja á sjálfbærnina og leggja sitt af mörkum munu vera þau fyrirtæki sem skara fram úr og tryggja sjálfbærari hagvöxt til framtíðar, öllum okkar til gæfu og gagns. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun