Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 18:00 Kareem Abdul-Jabbar er goðsögn í lifandi lífi. Sylvain Gaboury/Getty Images Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Kareem var í viðtali hjá hinu virta tímariti Rolling Stone þar sem hann sagði skoðun sína á bólusetningum. Hann er mjög hlynntur þeim og telur þær grundvöll þess að NBA-deildin geti farið fram á sem eðlilegastan hátt. Um 90 prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets, er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Hann mætti ekki á svokallaðan „Fjölmiðladag“ hjá Nets í gær. Þá vildi hann lítið tjá sig um málið en ef hann neitar að láta bólusetja sig er ljóst að hann má ekki spila nema helming leikja Nets í vetur eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. „NBA-deildin ætti að krefjast þess að allir leikmenn og starfslið allra félaga deildarinnar séu bólusett ellegar verði þau ekki lengur hluti af félaginu.“ „Það er ekkert pláss fyrir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja heilsu og líf liðsfélaga sinna, stuðningsfólks og starfsliðs félagsins að veði því þeir neita að átta sig á alvarleika málsins eða rannsaka það nægilega vel,“ sagði Jabbar í viðtalinu við Rolling Stone. Kareem speaks out(via @sullduggery) pic.twitter.com/KBWWXtGdhT— Bleacher Report (@BleacherReport) September 26, 2021 „Fyrir mér eru þeir ekki að haga sér eins og góðir liðsfélagar eða góðir borgarar. Þetta er stríð sem við erum öll saman í. Grímur og bóluefni eru þau vopn sem við getum öll gripið til,“ bætti Jabbar við. Hinn 74 ára gamli Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tvo áratugi, frá 1969 til 1989. Varð hann sex sinnum NBA-meistari, tvívegis valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins, sex sinnum var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar ásamt fjölda annarra verðlauna. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira