Katrín sátt við fyrstu tölur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:41 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist líta björtum augum á kvöldið. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. „Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“ Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
„Ég er stolt af því að tilheyra í fyrsta lagi hreyfingunni, félögunum í Vinstri grænum, sem eru bestu félagar í heimi. Þið eruð fólkið sem veitið okkur, sem sitjum inni á þingi, kraft alla daga til að halda áfram. þið látið okkur heyra það þegar þið eruð ósátt en þið látið okkur líka heyra það þegar þið eruð sátt. Þið mætið alltaf þegar þörf er og gerið allt sem þarf að gera. Þið gangið í hvert einasta starf og þið eruð frábær þegar á móti blæs. Það er engin hreyfing betri þegar á móti blæs en VG,“ sagði Katrín sigurreif í ræðu sem hún hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Hún segir aldrei fleiri hafa verið í hreyfingunni. „Við höfum aldrei átt fleiri félaga, við erum búin að vera jákvæð, við erum búi að vera uppbyggileg og við erum búin að vera að tala um framtíðina. Við erum tilbúin að taka ákvarðanirnar sem þarf að taka eftir heimsfaraldur og við vitum að það skiptir máli að okkar sýn, Vinstrigræna sýnin, félagslega sýnin, að hugsa um fólkið í landinu, að hugsa um umhverfið, að hugsa um framtíðina til lengri tíma.“ Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af Katrínu eftir að fyrstu tölur bárust og segist hún bjartsýn fyrir kvöldinu og ánægð með fyrstu tölur. „Þær blasa bara ágætlega við mér. Mér sýnist við halda okkar manni í Norðvesturkjördæmi og þetta lítur bara ágætlega út en auðvitað með þeim fyrirvara að þetta eru bara fyrstu tölur og við eigum aðeins eftir að sjá hvernig fer,“ segir Katrín. „Við erum raunsæ en við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga og ég er auðvitað mjög bjartsýn fyrir kvöldið miðað við hvað við höfum fundið góða strauma og mikla jákvæðni síðustu tvo, þrjá daga.“
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira