Andrés var vinur fjárfestisins Jeffrey Epstein, sem svipti sig lífi í fangelsi í New York.
Lögmenn prinsins og Giuffre deildu um það frammi fyrir dómara á dögunum hvort honum hefði verið birt stefnan með lögmætum hætti en lögmenn Giuffre sögðust hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð og meðal annars afhent lögreglu við heimili Andrésar pappírana.
Dómari í New York úrskurðaði í síðust viku að lögmenn Giuffre mættu birta prinsinum stefnu í Bandaríkjunum, það er að segja afhenda hana bandarískum lögmönnum Andrésar.
Það að þeir hafa viðurkennt að hafa móttekið stefnuna þýðir að nú þarf prinsinn að grípa til varna, ellegar eiga á hættu að tapa málinu sjálfkrafa.
Giuffre segir Andrés hafa brotið á sér að minnsta kosti þrisvar sinnum, þegar hún var aðeins 17 ára. Hann hefði bæði vitað hvað hún var gömul og að hún væri fórnarlamb mansals.